Innlent

Elds­voði í gömlu frysti­húsi í Vogum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tilkynning um eldinn barst á tólfta tímanum í kvöld.
Tilkynning um eldinn barst á tólfta tímanum í kvöld. Vísir

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hafnargötu í Vogum á Vatnsleysuströnd í kvöld. 

Ingvi Þór Hákonarson deildarstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir tilkynningu hafa borist á tólfta tímanum um eld í húsi við Hafnargötu 101 í Vogum. Þar stóð eitt sinn frystihús en Ingvi segir enga starfsemi í húsinu lengur. 

Hann segir slökkviliðsmenn hafa tekist að ráða niðurlögum eldsins, og það hafi gengið hraðar en búist var við. 

Um er að ræða annan eldsvoðann í sveitarfélaginu á rúmum mánuði, en um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd aðfaranótt 17. nóvember. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×