Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 09:32 Knattspyrnukonurnar fjórar þurftu að dúsa í fangelsi öll jólin en þær eru nú lausar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Dondi Tawatao Fjórir leikmenn kvennaliðs River Plate í fótbolta eru loksins lausar úr fangelsi þar sem þær dúsuðu í marga daga eftir handtöku í fótboltaleik stuttu fyrir jól. Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss. Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss.
Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira