Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sindri Sverrisson skrifar 31. desember 2024 09:01 Jonas Vingegaard og Trine Marie Vingegaard Hansen mættu saman í einlægt viðtal hjá DR um slysið óhugnalega í apríl. Skjáskot/DR Einn fremsti hjólreiðamaður heims, Jonas Vingegaard, segist hafa óttast að drukkna í eigin blóði þegar hann lá eftir skelfilegt slys í hjólreiðakeppni í Baskahéraði síðastliðið vor. Vingegaard lýsir þessu í nýju viðtali við danska ríkismiðilinn DR þar sem eiginkona hans, Trine Marie Vingegaard Hansen, lýsir einnig sinni upplifun. Slysið varð þegar Vingegaard var ásamt fleiri keppendum á fleygiferð niður brekku og lentu alls tíu manns í árekstrinum. Daninn, sem vann Frakklandshjólreiðarnar tvö ár í röð 2022 og 2023, sást liggja nær hreyfingarlaus eftir slysið, með rifna treyju og blóðugur á bakinu. Hann óttaðist að lífið væri búið. Hóstaði blóði þegar hann loksins gat andað „Ég gat ekki andað fyrstu tíu sekúndurnar. Ég vissi því strax að það væri eitthvað að. Þegar ég gat loksins andað aftur þá hóstaði ég upp blóði, svo ég vissi að þetta væri alvarlegt,“ sagði Vingegaard í viðtalinu. Það voru um þrjátíu kílómetrar í endalínuna þegar slysið varð, og Vingegaard segist hafa fengið slæma tilfinningu skömmu áður en ekki viljað hlusta á hana. Svo kom beygja, reyndar ekki sérlega kröpp, sem hann líkt og fleiri réði ekki við í baráttu um stöðu í keppninni og á slæmum vegi. Hann rann nokkra metra niður vegkantinn. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem ég reyni ekki að fara aftur á hjólið,“ sagði Vingegaard. „Ég hélt að ég væri með einhverjar innvortis blæðingar, og að ég myndi annað hvort drukkna í mínu eigin blóði eða að mér myndi blæða út. Svo já, þarna hélt ég að þetta væri bara búið,“ sagði Vingegaard. Jonas Vingegaard var mættur á fulla ferð í Frakklandshjólreiðunum aðeins tveimur og hálfum mánuði eftir að hann losnaði af sjúkrahúsinu á Spáni.Getty/Dario Belingheri Ólétt eiginkona og dóttir heima í Danmörku Fljótlega voru hins vegar liðsfélagar hans og sjúkrafólk mætt á svæðið, og augnabliki síðar var Vingegaard svo kominn upp í sjúkrabíl og á leið á næsta sjúkrahús. Á meðan á þessu stóð var eiginkona Vingegaard ólétt heima í Lind, litlum bæ fyrir utan Herning, með dótturinni Fridu. Hún sá því slysið fyrst í sjónvarpinu heima hjá sér: „Ég sagði bara „fokk, fokk, fokk, fokk, fokk, fokk“,“ sagði Trine Marie sem vissi strax að útlitið væri ekki gott. Vinir hennar urðu að segja henni hvað væri að gerast á skjánum því hún vildi ekki sjá meira eða horfa á endursýningar. Niðurstaðan var þó „aðeins“ sjö brotin rifbein, brotið bringubein, viðbein í nokkrum hlutum, fingurbrot og göt á báðum lungum. Ákveðinn í að hætta en mætti svo á Tour de France Trine Marie var þegar lögð af stað á flugvöllinn þegar símtal barst úr herbúðum liðs Jonasar, hálftíma eftir slysið. Þar fékk hún þær upplýsingar að hann væri með meðvitund og í góðum höndum á sjúkrahúsinu. „Ég var glöð að hann væri á lífi og vonaði að hann væri ekki með neinn heilaskaða. Mér fannst við geta lifað með öllu öðru,“ rifjaði Trine Marie upp. Hún hélt aftur af tárunum, jafnvel þegar þær Frida voru mættar á sjúkrahúsið og fengu að hitta Jonas sem grét hins vegar mikið. „Trine var jú ólétt. Það átti ég erfitt með. Sérstaklega að hugsa til þess að þið þyrftuð að lifa án mín,“ sagði Jonas og beindi orðunum til konunnar sinnar. From hospital to Tour podium in 96 days 😲Jonas Vingegaard staged an amazing recovery from his crash at Itzulia Basque Country, in which he suffered a broken collarbone, broken ribs and a collapsed lung.📸 @vismaleaseabike | Getty Images pic.twitter.com/HIL2svlwse— Velon CC (@VelonCC) November 16, 2024 Jonas Vingegaard lá á sjúkrahúsinu í tólf daga, þar af átta á gjörgæslu. Á þessum tíma var hann staðráðinn í að hætta sem hjólreiðamaður, þrátt fyrir að vera einn sá albesti í heiminum: „En svo töluðum við áfram um þetta síðar og við vorum sammála um að ég héldi áfram. Þetta er ennþá ástríðan mín,“ sagði Jonas sem útskrifaðist af sjúkrahúsinu 16. apríl og var svo mættur í Frakklandshjólreiðarnar, eða Tour de France, á nýjan leik 29. júní. Hann hafnaði þar í 2. sæti. Hjólreiðar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira
Vingegaard lýsir þessu í nýju viðtali við danska ríkismiðilinn DR þar sem eiginkona hans, Trine Marie Vingegaard Hansen, lýsir einnig sinni upplifun. Slysið varð þegar Vingegaard var ásamt fleiri keppendum á fleygiferð niður brekku og lentu alls tíu manns í árekstrinum. Daninn, sem vann Frakklandshjólreiðarnar tvö ár í röð 2022 og 2023, sást liggja nær hreyfingarlaus eftir slysið, með rifna treyju og blóðugur á bakinu. Hann óttaðist að lífið væri búið. Hóstaði blóði þegar hann loksins gat andað „Ég gat ekki andað fyrstu tíu sekúndurnar. Ég vissi því strax að það væri eitthvað að. Þegar ég gat loksins andað aftur þá hóstaði ég upp blóði, svo ég vissi að þetta væri alvarlegt,“ sagði Vingegaard í viðtalinu. Það voru um þrjátíu kílómetrar í endalínuna þegar slysið varð, og Vingegaard segist hafa fengið slæma tilfinningu skömmu áður en ekki viljað hlusta á hana. Svo kom beygja, reyndar ekki sérlega kröpp, sem hann líkt og fleiri réði ekki við í baráttu um stöðu í keppninni og á slæmum vegi. Hann rann nokkra metra niður vegkantinn. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem ég reyni ekki að fara aftur á hjólið,“ sagði Vingegaard. „Ég hélt að ég væri með einhverjar innvortis blæðingar, og að ég myndi annað hvort drukkna í mínu eigin blóði eða að mér myndi blæða út. Svo já, þarna hélt ég að þetta væri bara búið,“ sagði Vingegaard. Jonas Vingegaard var mættur á fulla ferð í Frakklandshjólreiðunum aðeins tveimur og hálfum mánuði eftir að hann losnaði af sjúkrahúsinu á Spáni.Getty/Dario Belingheri Ólétt eiginkona og dóttir heima í Danmörku Fljótlega voru hins vegar liðsfélagar hans og sjúkrafólk mætt á svæðið, og augnabliki síðar var Vingegaard svo kominn upp í sjúkrabíl og á leið á næsta sjúkrahús. Á meðan á þessu stóð var eiginkona Vingegaard ólétt heima í Lind, litlum bæ fyrir utan Herning, með dótturinni Fridu. Hún sá því slysið fyrst í sjónvarpinu heima hjá sér: „Ég sagði bara „fokk, fokk, fokk, fokk, fokk, fokk“,“ sagði Trine Marie sem vissi strax að útlitið væri ekki gott. Vinir hennar urðu að segja henni hvað væri að gerast á skjánum því hún vildi ekki sjá meira eða horfa á endursýningar. Niðurstaðan var þó „aðeins“ sjö brotin rifbein, brotið bringubein, viðbein í nokkrum hlutum, fingurbrot og göt á báðum lungum. Ákveðinn í að hætta en mætti svo á Tour de France Trine Marie var þegar lögð af stað á flugvöllinn þegar símtal barst úr herbúðum liðs Jonasar, hálftíma eftir slysið. Þar fékk hún þær upplýsingar að hann væri með meðvitund og í góðum höndum á sjúkrahúsinu. „Ég var glöð að hann væri á lífi og vonaði að hann væri ekki með neinn heilaskaða. Mér fannst við geta lifað með öllu öðru,“ rifjaði Trine Marie upp. Hún hélt aftur af tárunum, jafnvel þegar þær Frida voru mættar á sjúkrahúsið og fengu að hitta Jonas sem grét hins vegar mikið. „Trine var jú ólétt. Það átti ég erfitt með. Sérstaklega að hugsa til þess að þið þyrftuð að lifa án mín,“ sagði Jonas og beindi orðunum til konunnar sinnar. From hospital to Tour podium in 96 days 😲Jonas Vingegaard staged an amazing recovery from his crash at Itzulia Basque Country, in which he suffered a broken collarbone, broken ribs and a collapsed lung.📸 @vismaleaseabike | Getty Images pic.twitter.com/HIL2svlwse— Velon CC (@VelonCC) November 16, 2024 Jonas Vingegaard lá á sjúkrahúsinu í tólf daga, þar af átta á gjörgæslu. Á þessum tíma var hann staðráðinn í að hætta sem hjólreiðamaður, þrátt fyrir að vera einn sá albesti í heiminum: „En svo töluðum við áfram um þetta síðar og við vorum sammála um að ég héldi áfram. Þetta er ennþá ástríðan mín,“ sagði Jonas sem útskrifaðist af sjúkrahúsinu 16. apríl og var svo mættur í Frakklandshjólreiðarnar, eða Tour de France, á nýjan leik 29. júní. Hann hafnaði þar í 2. sæti.
Hjólreiðar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira