Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 08:00 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun. Stjr Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta nýársávarpi Kristrúnar sem forsætisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sé að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið sé nauðsynlegt að rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífi. Kristrún sagði að vandinn á umliðnum árum hefði verið sá að stjórnvöld hefðu gjarnan samþykkt að auka útgjöld án þess að ná saman um að afla fjár eða draga úr öðrum útgjöldum á móti. Þegar þessi háttur sé hafður á, og bætt ofan á mikla þenslu í hagkerfinu, þá kyndi það undir verðbólgu og leiði þar með til hærri vaxta en ella. „Því er afar mikilvægt, og gleðilegt, að ný ríkisstjórn hafi náð fullri samstöðu um að eyða ekki um efni fram. Þess í stað hyggst ríkisstjórnin hagræða og grípa til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Einnig verða tekin upp almenn og réttlát auðlindagjöld til þess að standa undir aukinni fjárfestingu í innviðum. Þetta eru mikilsverð tíðindi sem lofa góðu. Þá er brýnt að skoða ofan í kjölinn ýmsa kerfislæga þætti sem valda ójafnvægi í íslensku hagkerfi – lánamarkað, húsnæðismál og gjaldmiðil,“ sagði forsætisráðherra. Ísland taki virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi Kristrún ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og sagði að í alþjóðlegu samhengi sé staða Íslands góð. Hún lagði þó áherslu á að Ísland verði að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi. „Við megum vera þakklát fyrir að búa við frið. En það eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavísu og því fylgja alvarleg viðfangsefni fyrir stjórnvöld, hérlendis eins og annars staðar. Stríðsrekstur í okkar heimshluta minnir illilega á að öryggi og friður eru grundvallarforsenda frelsis og velmegunar. Við Íslendingar eigum allt okkar undir virðingu fyrir alþjóðlegum lögum og rétti fullvalda ríkja. Þess vegna verðum við að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi og fordæma með afgerandi hætti hvers kyns brot á alþjóðalögum. Á næstu árum skulum við leitast við að efla enn frekar samstarf okkar við önnur vestræn lýðræðisríki – þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum,“ sagði Kristrún. Ráðast í aukna orkuöflun Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta nýtni. Þannig verði stutt við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. „Þá hyggst ríkisstjórnin leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, meðal annars fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Og þjóðinni gefinn kostur á að segja hug sinn varðandi framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eigi síðar en á árinu 2027.“ Lesa má ávarp forstætisráðherra í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Samfylkingin Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta nýársávarpi Kristrúnar sem forsætisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sé að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið sé nauðsynlegt að rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífi. Kristrún sagði að vandinn á umliðnum árum hefði verið sá að stjórnvöld hefðu gjarnan samþykkt að auka útgjöld án þess að ná saman um að afla fjár eða draga úr öðrum útgjöldum á móti. Þegar þessi háttur sé hafður á, og bætt ofan á mikla þenslu í hagkerfinu, þá kyndi það undir verðbólgu og leiði þar með til hærri vaxta en ella. „Því er afar mikilvægt, og gleðilegt, að ný ríkisstjórn hafi náð fullri samstöðu um að eyða ekki um efni fram. Þess í stað hyggst ríkisstjórnin hagræða og grípa til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Einnig verða tekin upp almenn og réttlát auðlindagjöld til þess að standa undir aukinni fjárfestingu í innviðum. Þetta eru mikilsverð tíðindi sem lofa góðu. Þá er brýnt að skoða ofan í kjölinn ýmsa kerfislæga þætti sem valda ójafnvægi í íslensku hagkerfi – lánamarkað, húsnæðismál og gjaldmiðil,“ sagði forsætisráðherra. Ísland taki virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi Kristrún ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og sagði að í alþjóðlegu samhengi sé staða Íslands góð. Hún lagði þó áherslu á að Ísland verði að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi. „Við megum vera þakklát fyrir að búa við frið. En það eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavísu og því fylgja alvarleg viðfangsefni fyrir stjórnvöld, hérlendis eins og annars staðar. Stríðsrekstur í okkar heimshluta minnir illilega á að öryggi og friður eru grundvallarforsenda frelsis og velmegunar. Við Íslendingar eigum allt okkar undir virðingu fyrir alþjóðlegum lögum og rétti fullvalda ríkja. Þess vegna verðum við að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi og fordæma með afgerandi hætti hvers kyns brot á alþjóðalögum. Á næstu árum skulum við leitast við að efla enn frekar samstarf okkar við önnur vestræn lýðræðisríki – þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum,“ sagði Kristrún. Ráðast í aukna orkuöflun Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta nýtni. Þannig verði stutt við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. „Þá hyggst ríkisstjórnin leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, meðal annars fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Og þjóðinni gefinn kostur á að segja hug sinn varðandi framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eigi síðar en á árinu 2027.“ Lesa má ávarp forstætisráðherra í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Samfylkingin Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira