Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 13:02 Töluverð svifryksmengun er árlegur fylgifiskur flugelda um áramótin. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira