Lífið

Glæ­nýtt par á glæ­nýju ári

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Skælbrosandi par á Gamlárskvöldi.
Skælbrosandi par á Gamlárskvöldi.

Söngleikjadrottningin Valgerður Guðnadóttir betur þekkt sem Vala Guðna og Jóhann Gunnar Baldvinsson eru nýjasta par landsins. Þau fögnuðu áramótunum saman svo athygli vakti.

Þetta má sjá á samfélagsmiðlum þar sem þau birtu mynd af sér saman þegar stutt var í að nýja árið væri hringt inn. Þar má sjá Völu í glæsilegum svörtum kjól og Jóhann Gunnar í flottum rósóttum jakka með svartri slaufu.

Vala hefur um árabil verið ein þekktasta söng-og leikkona Íslands. Hún hefur undanfarin tvö ár stýrt söngleikjadeild Söngskólans í Reykjavík ásamt félaga sínum Garðari Thor Cortes.

Það er viðeigandi enda slógu þau fyrst í gegn sem Tóný og María í Þjóðleikhúsinu þegar þau léku saman um tvítugt í söngleiknum West Side Story.

Svona á að fagna Gamlárskvöldi.

Tengdar fréttir

„Við smullum strax saman“

Söngleikjaparið Vala Guðna og Garðar Thor Cortes hafa fyrir löngu gert garðinn frægan en þau slógu fyrst í gegn sem Tóný og María í Þjóðleikhúsinu. Nú, tæpum þrjátíu árum síðar taka þau aftur saman höndum með nýskipaðri söngleikjadeild innan Söngskólans í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.