Áður hafði Vísir greint frá því í lok júlí síðastliðnum að parið ætti von á syninum í heiminn í janúar. Ljóst að hann hefur ákveðið að flýta sér aðeins fyrr í heiminn.
„Eins og árið 2024 hafi ekki verið mér nógu gjöfult fyrir, þá ákvað prinsinn að heiðra okkur með nærveru sinni rétt fyrir árslok. Gæfan og svefnleysið umlykja mig!“ skrifar Arnar Þór í einlægri færslu á Instagram.
Þau Helga og Arnar hafa bæði vakið mikla athygli. Helga Kristín sigraði sem dæmi sjónvarpskeppnina Dans, dans, dans á meðan Arnar Þór hefur stýrt sjónvarpsþættinum Viltu finna milljón? sem vakið hefur gríðarlega athygli.