Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. janúar 2025 07:00 Caitlin Clark vonast til að fagna þriðja meistaratitli Kansas City Chiefs í röð áður en WNBA-deildin hefst á nýjan leik. Matthew Holst/Getty Images Caitlin Clark, ein þekktasta íþróttakona heims um þessar mundir, er harður aðdáandi tvöfaldra NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hún tekur þó ekki í mál að fólk haldi hana aðeins halda með liðinu eftir gríðarlega velgengni undanfarin ár. Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni. Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni.
Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira