Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2025 06:45 Maðurinn lést á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli. Rangárþing eystra Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira