Erlent

Lög­reglu tókst ekki að hand­taka for­setann afsetta í Suður-Kóreu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stuðningsmenn Yoon hafa einnig komið sér fyrir í grennd við heimili hans og verið þar með mótmælastöðu síðustu daga. 
Stuðningsmenn Yoon hafa einnig komið sér fyrir í grennd við heimili hans og verið þar með mótmælastöðu síðustu daga.  Chung Sung-Jun/Getty Images

Lögreglan í Suður-Kóreu frestaði í morgun tilraunum sínum til þess að handtaka forseta landsins, Yoon Suk Yeol, sem ákærður hefur verið fyrir embættisglöp og settur af.

 Allt hefur verið á suðupunkti í landinu frá því forsetinn setti óvænt á herlög, sem enginn hafði búist við. Þingmönnum tókst að afnema þau nokkrum klukkutímum síðar en síðan þetta gerðist hefur stjórnmálalífið í landinu verið í uppnámi. Nú stóð til að handtaka forsetann sem settur hefur verið af en en eftir margra klukutíma þrástöðu, á milli lögreglumanna og lífvarða forsetans var ákveðið að fresta aðgerðinni.

Dómstóll gaf út handtökutilskipun á hendur Yoon fyrr í vikunni eftir að hann hafði hafnað því að mæta í yfirheyrslu hjá saksóknurum. Þrátt fyrir að Yoon hafi verið vikið úr embættinu gerist það þó ekki formlega, fyrr en stjórnlagadómstóll hefur dæmt í máli hans.


Tengdar fréttir

Kallar forseta Suður-Kóreu fávita

Ráðamenn í Suður-Kóreu eru „fávitar“ sem haga sér eins og „villtir hundar“ nagandi bein sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. Þetta segir Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en reiði hennar og annarra má rekja til þess að yfirvöld í Suður-Kóreu eru að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn nágrönnum sínum í norðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×