Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2025 12:11 Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009 og hófust viðræður um ári síðar. Í mars 2015 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að Ísland yrði ekki lengur talið í hóp umsóknarríkja og lauk þá viðræðum. Getty Fleiri eru andvígir aðild að Evrópusambandinu en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Meirihluti vill þó að þjóðin fái að ganga til atkvæðagreiðslu um málið. Könnunina framkvæmdi Maskína fyrir fréttastofu og eru svör nokkuð á reiki. 42,7 prósent svarenda segjast andvígir aðild að ESB. Tæp 38 prósent eru hlynnt og 19,8 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg. Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir. Þegar fólk er spurt hvort það myndi greiða atkvæði með eða á móti því að Íslandi taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið eru niðurstöður aðrar.Vísir/Maskína Þegar fólk er spurt um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið segjast 57,8 prósent hlynntir en 25 prósent andvígir. Og ef slík atkvæðagreiðsla færi fram myndu tæp 51 prósent greiða atkvæði með upptöku viðræðna en tæp 50 prósent á móti. Jón Steindór Valdimarsson er formaður Evrópuhreyfingarinnar.Viðreisn Staðan hnífjöfn Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra segir niðurstöðurnar sýna afgerandi afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Síðan virðist það algjörlega vera hnífjafnt hvernig menn ætla síðan að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig þetta sýnir í fyrsta lagi finnst mér að það er mikill áhugi fyrir því að halda þessa atkvæðagreiðslu og það er alveg í járnum eins og staðan er í dag, en það hefur nótabene ekki mikið farið fram á þessu stigi máls eðlilega, en þá getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“ Andvígir vilji greiða atkvæði um málið „Þetta sýnir okkur líka að þeir sem eru andvígir vilja líka kjósa. Því þessu hefur stundum verið stillt þannig upp að það séu bara þeir sem eru hlynntir aðild sem vilja þessa kosningu en svo er greinilega alls ekki.“ Skoðanakannanir Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Könnunina framkvæmdi Maskína fyrir fréttastofu og eru svör nokkuð á reiki. 42,7 prósent svarenda segjast andvígir aðild að ESB. Tæp 38 prósent eru hlynnt og 19,8 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg. Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir. Þegar fólk er spurt hvort það myndi greiða atkvæði með eða á móti því að Íslandi taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið eru niðurstöður aðrar.Vísir/Maskína Þegar fólk er spurt um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið segjast 57,8 prósent hlynntir en 25 prósent andvígir. Og ef slík atkvæðagreiðsla færi fram myndu tæp 51 prósent greiða atkvæði með upptöku viðræðna en tæp 50 prósent á móti. Jón Steindór Valdimarsson er formaður Evrópuhreyfingarinnar.Viðreisn Staðan hnífjöfn Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra segir niðurstöðurnar sýna afgerandi afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Síðan virðist það algjörlega vera hnífjafnt hvernig menn ætla síðan að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig þetta sýnir í fyrsta lagi finnst mér að það er mikill áhugi fyrir því að halda þessa atkvæðagreiðslu og það er alveg í járnum eins og staðan er í dag, en það hefur nótabene ekki mikið farið fram á þessu stigi máls eðlilega, en þá getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“ Andvígir vilji greiða atkvæði um málið „Þetta sýnir okkur líka að þeir sem eru andvígir vilja líka kjósa. Því þessu hefur stundum verið stillt þannig upp að það séu bara þeir sem eru hlynntir aðild sem vilja þessa kosningu en svo er greinilega alls ekki.“
Skoðanakannanir Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira