Brann einnig rætt við Frey Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 15:46 Freyr Alexandersson gæti mögulega verið á leið til Noregs. Getty Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann hafa verið með Frey Alexandersson í sigtinu sem mögulegan næsta þjálfara liðsins, og átt við hann samtal að minnsta kosti einu sinni. Frá þessu greindi Bergens Tidende í dag. Brann er í leit að nýjum þjálfara eftir að Eirik Horneland, sem stýrði liðinu í fjögur ár, ákvað að hætta en hann stýrði liðinu til 2. sætis norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Tilkynnt var um brotthvarf hans 10. desember, skömmu eftir að síðustu leiktíð lauk. Sjö dögum síðar, eða 17. desember, var tilkynnt að Freyr hefði verið rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk, þrátt fyrir að bjarga liðinu með ævintýralegum hætti frá falli á síðustu leiktíð. Ljóst er að Freyr er einn þeirra sem komið hafa til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands en hann mun vera einn þriggja sem að KSÍ boðaði í viðtal í leit að arftaka Åge Hareide. KSÍ hefur einnig rætt við Arnar Gunnlaugsson og einn erlendan þjálfara sem líklegt þykir að sé Norðmaðurinn Per Mathias Högmo. Nú er komið í ljós að Freyr, sem er 42 ára, er einnig í sigtinu hjá Brann sem annað tímabilið í röð endaði í silfursætinu í norsku úrvalsdeildinni í nóvember. Liðið hefur þrívegis orðið Noregsmeistari, síðast árið 2007, og þekkir það að spila undir stjórn Íslendings því Teitur Þórðarson stýrði liðinu árin 1988-1990 og svo aftur 2000-2002. Þá hefur liðið gjarnan haft íslenska leikmenn í sínum röðum þó að enginn sé þar núna. Eftir að hafa þjálfað kvennalið Vals og karlalið Leiknis R. á Íslandi stýrði Freyr íslenska kvennalandsliðinu í fimm ár og var svo aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í tvö ár, þegar Erik Hamrén var aðalþjálfari. Freyr tók svo við danska félaginu Lyngby árið 2021 og stýrði því fram í janúar 2024 þegar hann tók við Kortrijk. Norski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Frá þessu greindi Bergens Tidende í dag. Brann er í leit að nýjum þjálfara eftir að Eirik Horneland, sem stýrði liðinu í fjögur ár, ákvað að hætta en hann stýrði liðinu til 2. sætis norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Tilkynnt var um brotthvarf hans 10. desember, skömmu eftir að síðustu leiktíð lauk. Sjö dögum síðar, eða 17. desember, var tilkynnt að Freyr hefði verið rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk, þrátt fyrir að bjarga liðinu með ævintýralegum hætti frá falli á síðustu leiktíð. Ljóst er að Freyr er einn þeirra sem komið hafa til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands en hann mun vera einn þriggja sem að KSÍ boðaði í viðtal í leit að arftaka Åge Hareide. KSÍ hefur einnig rætt við Arnar Gunnlaugsson og einn erlendan þjálfara sem líklegt þykir að sé Norðmaðurinn Per Mathias Högmo. Nú er komið í ljós að Freyr, sem er 42 ára, er einnig í sigtinu hjá Brann sem annað tímabilið í röð endaði í silfursætinu í norsku úrvalsdeildinni í nóvember. Liðið hefur þrívegis orðið Noregsmeistari, síðast árið 2007, og þekkir það að spila undir stjórn Íslendings því Teitur Þórðarson stýrði liðinu árin 1988-1990 og svo aftur 2000-2002. Þá hefur liðið gjarnan haft íslenska leikmenn í sínum röðum þó að enginn sé þar núna. Eftir að hafa þjálfað kvennalið Vals og karlalið Leiknis R. á Íslandi stýrði Freyr íslenska kvennalandsliðinu í fimm ár og var svo aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í tvö ár, þegar Erik Hamrén var aðalþjálfari. Freyr tók svo við danska félaginu Lyngby árið 2021 og stýrði því fram í janúar 2024 þegar hann tók við Kortrijk.
Norski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira