„Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 10:13 Jóhann Þór Ólafsson þarf að eiga við gífurlega pressu, segja sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds. vísir/Anton „Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss. Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira