Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. janúar 2025 12:30 Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. Athugið; taka upp aðildarviðræður að nýju! Þær voru settar á ís á sínum tíma af þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, með alræmdu bréfi. Tilgangurinn var að verja sérhagsmunaöfl þessa lands, grímulaust. Umræðan um Evrópumál hér á landi getur verið hræðilega vanþroskuð og já, jafnvel grunnhyggin. Gott dæmi um það er viðtal við Lilju Alfreðsdóttur á Rás 2 föstudaginn 3.janúar síðastliðinn (Morgunútvarpið). Lilja er fyrrverandi ráðherra mennta og menningarmála í síðustu ríkisstjórn, en einnig var hún utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hún er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði og hefur mikla reynslu af vinnu í alþjóðamálum. Þá er hún einnig varaformaður Framsóknarflokksins. Í viðtalinu (þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírati, var einnig með) var meðal annars verið að fara yfir hið pólitíska svið á nýju ári. Komið var að Evrópumálunum og í sambandi við þau sagði Lilja orðrétt: „Við viljum fá betri kjör...og annað í þessu, við í Framsókn, við erum ekki hlynnt því að fara í Evrópusambandið, af því að við viljum að Ísland sé sjálfstætt áfram.“ Og síðan hélt hún áfram með því að segja að það yrði erfitt fyrir Flokk fólksins að taka á þeim málum (flokkurinn vill leyfa þjóðinni að ráða í þessum málum, það eru nú allir erfiðleikarnir). Ábyrgðarlaust tal Það er í raun með eindæmum að einn af okkar æðstu ráðamönnum skuli hér vísvitandi fara með rangfærslur. Og það er ábyrgðarlaust í þokkabót. Auðvitað veit Lilja Alfreðsdóttir að Ísland hættir ekki að vera sjálfstætt ríki, þó að við myndum ganga í ESB. Ekkert land eða þjóð hefur misst sjálfstæðið við að ganga í Evrópusambandið, meira að segja ekki Bretar (fóru inn 1973), sem árið 2016 tóku þá arfavitlausu ákvörðum (að mati höfundar) um að yfirgefa ESB. Voru þeir ófrjálsir í ESB? Svarið er nei. Eru þeir frjálsari núna? Svarið er líka nei. En, ef eitthvað er, þá glíma þeir nú við meiri vandamál nú en áður, hagvöxtur er metinn um 2,5% minni en ef þeir hefðu verið áfram í ESB. „Grýla“ búin til Ummæli Lilju eru sorglegt dæmi um vísvitandi falsanir og upplýsingaóreiðu sem andstæðingar ESB-aðildar gera sig mjög oft seka um. Hér er verið að búa til „grýlu“ og fleiri dæmi væri hægt að tína til. Að þetta komi frá fyrrum utanríkisráðherra landsins er líka með ólíkindum. Hér er Lilja að búa til og dreifa ósannindum, svo einfalt er það. En hún veit betur, það er vandamálið. Það er líka alvarlegt að hún komist upp með þetta bull, afsakið, því þetta er ekkert annað (skulum bara nota mannamál hérna). Þá komum við að mjög mikilvægu hlutverki fjölmiðla, en það er auðvitað þeirra hlutverk að sjá til þess að svona vitleysa nái ekki flugi. Auðvitað áttu þáttastjórnendur að spyrja hana út í þessi ummæli og biðja um skýringar. Komumst við upp úr skotgröfunum? Það eru 27 sjálfstæð og fullvalda ríki sem eiga aðild að ríkjasambandinu ESB. Öll hafa þau tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að gerast aðilar á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Bretland tók líka þá sjálfstæðu ákvörðun að yfirgefa ESB. Fínt, gangi þeim vel. Í maí á síðasta ári sögðu hins vegar 55% í könnun að þeir sæju eftir Brexit, en um 31% töldu það hafa verið rétta ákvörðun. Þeir rembast nú við það að „betrumbæta“ tengsl sín við ESB, setja plástur á Brexit-sárið. En aftur hingað upp á sker: Reynum nú að komast upp úr þeim skotgröfum sem Evrópumálin eru greinilega aftur á leiðinni í. Vinsamlega reynum að halda bullinu í lágmarki og blaðra ekki út í loftið. Er í alvöru ekki hægt að ræða þau af skynsemi og yfirvegun, án þess að sífellt vera að grípa til staðlausra staðhæfinga? Sýnum ábyrgð í umræðunni og notumst við staðreyndir. Ekki meira bull, takk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og sat í stjórn Evrópusamtakanna.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun