„Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Hinrik Wöhler skrifar 4. janúar 2025 15:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, náði ekki að stela stigi af sterku liði Hauka í Olís-deild kvenna í dag. Vísir/Diego Stjarnan beið lægri hlut á móti Haukum í Olís-deild kvenna í dag. Deildin fór af stað að nýju eftir tæplega tveggja mánaða hlé og sigruðu Haukar leikinn með þremur mörkum, 32-29. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður valda kafla í leiknum þrátt fyrir ósigur á heimavelli í dag. „Ég er ánægður með margt miðað við hvernig leikirnir hafa verið hjá okkur í vetur. Við spiluðum vel á móti ÍR í síðasta leik fyrir pásuna en Haukar eru gríðarlega sterkt og þetta var jafn leikur framan af.“ „Við gefum aðeins eftir í hlaupunum til baka síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Þess vegna voru Haukarnir yfir í hálfleik en annars var ég ánægður með varnarleikinn. Við vildum stöðva Elínu [Klöru Þorkelsdóttur] og Rut [Jónsdóttur] í þessari einn á einn stöðu og við vildum fá færin úr hornunum og Hrafnhildur [Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel,“ sagði Patrekur skömmu eftir leik. Stjörnukonur skoruðu 29 mörk í dag en það dugði skammt fyrir Garðbæinga í dag. Patrekur var ánægður með sóknarleikinn en Haukar gengu á lagið þegar Stjarnan átti slæma kafla í leiknum og munurinn varð of mikill fyrir Garðbæinga. „Sóknarlega vorum við oft á tíðum beinskeyttar og ég var ánægður með það. Til þess að klára að leikinn hefði ekki mátt koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks. Það var ekki alveg kveikt á perunni þar. Í heildina var þetta töluvert betra en það sem við vorum að sýna núna en til dæmis ÍR-leikurinn sem við unnum.“ Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 10-6. Skömmu síðar slökknaði neistinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og Haukar gengu á lagið. „Við vorum að hlaupa fínt til baka og Haukar eru þannig lið að þær eru mjög góðar að keyra upp og við gerum það ekki nægilega vel, hver svo sem ástæðan er. Leikmenn ná ekki að skanna völlinn, þetta er einbeiting og Haukar gerðu þetta einnig vel – það er munurinn,“ sagði Patrekur þegar hann var spurður út í slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Annar bragur á liðinu eftir langt frí Stjarnan hefur aðeins sigrað þrjá leiki í fyrstu tíu umferðum deildarinnar en þrátt fyrir tap í dag sér Patrekur miklar framfarir hjá liðinu. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hlaupa betur til baka en ég get ekki annað en hrósað stelpunum því að þetta eru gríðarlega framfarir þó að maður vill alltaf vinna þá er þetta töluverður munur frá fyrstu leikjunum okkar í september og október.“ Olís-deild kvenna hefur verið í löngu fríi vegna EM-kvenna í handbolta og hátíðanna. Stjarnan lék síðast þann 13. nóvember og segir Patrekur að þetta hafa verið ansi langt en liðið náði þó að nýta hléið vel. „Auðvitað var hún kannski fulllöng, einhverjir 50 dagar, en ég held að við höfum haft gott af því. Framan af móti vorum við að berjast við meiðsli og fáliðuð. Núna í desember í æfingaferðinni úti náðum við að æfa betur sex á sex og það er vonandi að skila sér. Það hefði verið að gaman að stela stigi eða vinna en það gekk ekki alveg,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður valda kafla í leiknum þrátt fyrir ósigur á heimavelli í dag. „Ég er ánægður með margt miðað við hvernig leikirnir hafa verið hjá okkur í vetur. Við spiluðum vel á móti ÍR í síðasta leik fyrir pásuna en Haukar eru gríðarlega sterkt og þetta var jafn leikur framan af.“ „Við gefum aðeins eftir í hlaupunum til baka síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Þess vegna voru Haukarnir yfir í hálfleik en annars var ég ánægður með varnarleikinn. Við vildum stöðva Elínu [Klöru Þorkelsdóttur] og Rut [Jónsdóttur] í þessari einn á einn stöðu og við vildum fá færin úr hornunum og Hrafnhildur [Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel,“ sagði Patrekur skömmu eftir leik. Stjörnukonur skoruðu 29 mörk í dag en það dugði skammt fyrir Garðbæinga í dag. Patrekur var ánægður með sóknarleikinn en Haukar gengu á lagið þegar Stjarnan átti slæma kafla í leiknum og munurinn varð of mikill fyrir Garðbæinga. „Sóknarlega vorum við oft á tíðum beinskeyttar og ég var ánægður með það. Til þess að klára að leikinn hefði ekki mátt koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks. Það var ekki alveg kveikt á perunni þar. Í heildina var þetta töluvert betra en það sem við vorum að sýna núna en til dæmis ÍR-leikurinn sem við unnum.“ Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 10-6. Skömmu síðar slökknaði neistinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og Haukar gengu á lagið. „Við vorum að hlaupa fínt til baka og Haukar eru þannig lið að þær eru mjög góðar að keyra upp og við gerum það ekki nægilega vel, hver svo sem ástæðan er. Leikmenn ná ekki að skanna völlinn, þetta er einbeiting og Haukar gerðu þetta einnig vel – það er munurinn,“ sagði Patrekur þegar hann var spurður út í slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Annar bragur á liðinu eftir langt frí Stjarnan hefur aðeins sigrað þrjá leiki í fyrstu tíu umferðum deildarinnar en þrátt fyrir tap í dag sér Patrekur miklar framfarir hjá liðinu. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hlaupa betur til baka en ég get ekki annað en hrósað stelpunum því að þetta eru gríðarlega framfarir þó að maður vill alltaf vinna þá er þetta töluverður munur frá fyrstu leikjunum okkar í september og október.“ Olís-deild kvenna hefur verið í löngu fríi vegna EM-kvenna í handbolta og hátíðanna. Stjarnan lék síðast þann 13. nóvember og segir Patrekur að þetta hafa verið ansi langt en liðið náði þó að nýta hléið vel. „Auðvitað var hún kannski fulllöng, einhverjir 50 dagar, en ég held að við höfum haft gott af því. Framan af móti vorum við að berjast við meiðsli og fáliðuð. Núna í desember í æfingaferðinni úti náðum við að æfa betur sex á sex og það er vonandi að skila sér. Það hefði verið að gaman að stela stigi eða vinna en það gekk ekki alveg,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti