Jimmy Carter kvaddur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 18:37 Á skiltunum segir að Carter hafi verið heiðursmaður, og honum þakkað fyrir störf sín í þágu Bandaríkjanna. Alex Brandon/Getty Sex daga útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, er hafin. Carter lést 29. desember síðastliðinn, 100 ára að aldri. Útförin hófst í dag með því að bílalest fylgdi líkbíl með kistu forsetans frá Plains, heimabæ Carters í Georgíuríki, til borgarinnar Atlanta í sama ríki. Þar mun kista forsetans fyrrverandi liggja og fólk getur vottað honum virðingu sína í tvo daga. Fólk bíður hér eftir því að útförin hefjist.AP Þann 7. janúar verður Carter flogið til Wsahington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem fer fram opinber útför. Að henni lokinni mun fólki gefast kostur á að votta Carter virðingu sína í aðra tvo daga, þar sem hann mun liggja í hvelfingu þinghúss Bandaríkjanna. Þann 9. janúar fer fram minningarathöfn í þjóðardómkirkjunni í Washington D.C. Meðal þeirra sem fá boð í athöfnina eru fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, en fjórir sem gegnt hafa embættinu eru enn á lífi í dag. Búist er við því að þeir mæti allir til athafnarinnar, ásamt eiginkonum sínum. Líkbíll forsetans fyrrverandi nemur hér staðar við búgarðinn þar sem Carter sleit barnskónum.AP Carter var líkt og áður sagði 39. forseti Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil, árin 1977 til 1981. Hann sóttist eftir endurkjöri en laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Eiginkona Carters, Rosalynn Carter, lést í nóvember 2023, 96 ára að aldri. Þau höfðu verið gift frá árinu 1946. Blaðamaður Vísis gerði lífshlaupi Carters ítarleg skil í október á síðasta ári, þegar Carter varð hundrað ára. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan. Jimmy Carter Bandaríkin Tengdar fréttir Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23 Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Útförin hófst í dag með því að bílalest fylgdi líkbíl með kistu forsetans frá Plains, heimabæ Carters í Georgíuríki, til borgarinnar Atlanta í sama ríki. Þar mun kista forsetans fyrrverandi liggja og fólk getur vottað honum virðingu sína í tvo daga. Fólk bíður hér eftir því að útförin hefjist.AP Þann 7. janúar verður Carter flogið til Wsahington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem fer fram opinber útför. Að henni lokinni mun fólki gefast kostur á að votta Carter virðingu sína í aðra tvo daga, þar sem hann mun liggja í hvelfingu þinghúss Bandaríkjanna. Þann 9. janúar fer fram minningarathöfn í þjóðardómkirkjunni í Washington D.C. Meðal þeirra sem fá boð í athöfnina eru fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, en fjórir sem gegnt hafa embættinu eru enn á lífi í dag. Búist er við því að þeir mæti allir til athafnarinnar, ásamt eiginkonum sínum. Líkbíll forsetans fyrrverandi nemur hér staðar við búgarðinn þar sem Carter sleit barnskónum.AP Carter var líkt og áður sagði 39. forseti Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil, árin 1977 til 1981. Hann sóttist eftir endurkjöri en laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Eiginkona Carters, Rosalynn Carter, lést í nóvember 2023, 96 ára að aldri. Þau höfðu verið gift frá árinu 1946. Blaðamaður Vísis gerði lífshlaupi Carters ítarleg skil í október á síðasta ári, þegar Carter varð hundrað ára. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan.
Jimmy Carter Bandaríkin Tengdar fréttir Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23 Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23
Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01