Jimmy Carter kvaddur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 18:37 Á skiltunum segir að Carter hafi verið heiðursmaður, og honum þakkað fyrir störf sín í þágu Bandaríkjanna. Alex Brandon/Getty Sex daga útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, er hafin. Carter lést 29. desember síðastliðinn, 100 ára að aldri. Útförin hófst í dag með því að bílalest fylgdi líkbíl með kistu forsetans frá Plains, heimabæ Carters í Georgíuríki, til borgarinnar Atlanta í sama ríki. Þar mun kista forsetans fyrrverandi liggja og fólk getur vottað honum virðingu sína í tvo daga. Fólk bíður hér eftir því að útförin hefjist.AP Þann 7. janúar verður Carter flogið til Wsahington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem fer fram opinber útför. Að henni lokinni mun fólki gefast kostur á að votta Carter virðingu sína í aðra tvo daga, þar sem hann mun liggja í hvelfingu þinghúss Bandaríkjanna. Þann 9. janúar fer fram minningarathöfn í þjóðardómkirkjunni í Washington D.C. Meðal þeirra sem fá boð í athöfnina eru fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, en fjórir sem gegnt hafa embættinu eru enn á lífi í dag. Búist er við því að þeir mæti allir til athafnarinnar, ásamt eiginkonum sínum. Líkbíll forsetans fyrrverandi nemur hér staðar við búgarðinn þar sem Carter sleit barnskónum.AP Carter var líkt og áður sagði 39. forseti Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil, árin 1977 til 1981. Hann sóttist eftir endurkjöri en laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Eiginkona Carters, Rosalynn Carter, lést í nóvember 2023, 96 ára að aldri. Þau höfðu verið gift frá árinu 1946. Blaðamaður Vísis gerði lífshlaupi Carters ítarleg skil í október á síðasta ári, þegar Carter varð hundrað ára. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan. Jimmy Carter Bandaríkin Tengdar fréttir Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23 Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Útförin hófst í dag með því að bílalest fylgdi líkbíl með kistu forsetans frá Plains, heimabæ Carters í Georgíuríki, til borgarinnar Atlanta í sama ríki. Þar mun kista forsetans fyrrverandi liggja og fólk getur vottað honum virðingu sína í tvo daga. Fólk bíður hér eftir því að útförin hefjist.AP Þann 7. janúar verður Carter flogið til Wsahington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem fer fram opinber útför. Að henni lokinni mun fólki gefast kostur á að votta Carter virðingu sína í aðra tvo daga, þar sem hann mun liggja í hvelfingu þinghúss Bandaríkjanna. Þann 9. janúar fer fram minningarathöfn í þjóðardómkirkjunni í Washington D.C. Meðal þeirra sem fá boð í athöfnina eru fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, en fjórir sem gegnt hafa embættinu eru enn á lífi í dag. Búist er við því að þeir mæti allir til athafnarinnar, ásamt eiginkonum sínum. Líkbíll forsetans fyrrverandi nemur hér staðar við búgarðinn þar sem Carter sleit barnskónum.AP Carter var líkt og áður sagði 39. forseti Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil, árin 1977 til 1981. Hann sóttist eftir endurkjöri en laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Eiginkona Carters, Rosalynn Carter, lést í nóvember 2023, 96 ára að aldri. Þau höfðu verið gift frá árinu 1946. Blaðamaður Vísis gerði lífshlaupi Carters ítarleg skil í október á síðasta ári, þegar Carter varð hundrað ára. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan.
Jimmy Carter Bandaríkin Tengdar fréttir Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23 Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23
Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01