Allt er fertugum LeBron fært Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2025 08:02 Magnaður íþróttamaður. Ronald Martinez/Getty Images Hinn fertugi LeBron James heldur áfram að skríða upp alla þá lista yfir tölfræði sem NBA-deildin í körfubolta getur boðið upp á. Nú síðast fór hann upp fyrir Michael Jordan er kemur að því að skora 30 stig eða meira í leik. LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar. Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar.
Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira