Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 20:23 Aðalsöguhetjur Breaking Bad eru þeir Walter White og Jesse Pinkman. White þekkti efnafræðina upp á hár, en Pinkman var með gangverk fíkniefnamarkaðarins á hreinu. Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. Frá þessu er greint á vef People. Húsið, sem er í Albuquerque í Nýju-Mexíkó, er 177 fermetrar og er ásett verð fjórar milljónir dollara, eða tæpar 560 milljónir króna. Breaking Bad fjalla um efnafræðikennarann Walter White sem greinist með krabbamein, söðlar þá um og gerist stórtækur fíkniefnaframleiðandi og -sali, í því skyni að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða meðan á dýrri læknismeðferð stendur. Athyglin varð fljótt að vandamáli Líkt og áður sagði var húsið notað sem heimili fjölskyldunnar í þáttunum, og margar ódauðlegar senur í sjónvarpssögunni teknar þar upp. Frá því þáttaröðin rann sitt skeið árið 2013 hefur húsið dregið að sér fjölda aðdáenda þáttanna, sem taka myndir af sér fyrir utan húsið á öllum tímum sólarhringsins. Í umfjöllun People er haft eftir Joanne Quintana, sem ólst upp í húsinu, að tilviljun ein hafi ráðið því að móðir hennar kom til dyra þegar framleiðendur þáttanna óskuðu eftir því að fá að nota það í verkefnið. Fjölskyldan hafi slegið til og notið þess mjög að vera á tökustað, kynnast leikurum þáttanna og fá innsýn í ferlið á bak við framleiðslu stórra sjónvarpsþátta. „Síðan fóru aðdáendurnir að koma. Við fórum út og tókum myndir með þeim, ég og mamma,“ segir Quintana. Hin stöðuga athygli sem fylgdi því að eiga jafn þekkt hús hafi hins vegar fljótlega borið fjölskylduna ofurliði. Eins hafi verið dæmi um að aðdáendur hafi stolið munum af lóð hússins, vafalaust til að eiga sem minjagripi um uppáhalds sjónvarpsþættina sína. Dularfullur pakki stílaður á Walter White Quintana minnist þess sérstaklega að eina nóttina hafi dyrabjöllunni verið hringt um klukkan hálf fimm um nótt. Við útidyrahurðina hafi verið pakki, stílaður á Walter White. Lögreglan hafi verið kölluð til ásamt sprengjuleitarsveit, þar sem ómögulegt væri að segja hvað leyndist í pakkanum. Þetta hafi leitt til þess að fjölskyldan hafi þurft að gera öryggisráðstafanir, setja upp hreyfiskynjara við húsið og stærðarinnar girðingu, til að varna því að fólk gæti valsað óáreitt upp að hússins dyrum. Viljir þú eignast þetta hús, sem á sér tryggan sess í sjónvarpssögunni, þarftu að greiða um 560 milljónir króna fyrir.AP/Russell Contreras „Bræður mínir sögðu að þarna væri nóg komið,“ segir Quintana sem telur að um 300 bílar hafi ekið fram hjá húsinu á degi hverjum. Að endingu hafi stöðug athygli sem beindist að húsinu verið of mikil vinna, samhliða því að sjá um aldraða foreldra hennar, sem hafa búið í húsinu frá 1973. Mál að linni Á vef People er ekki fullyrt að hin mikla og á tímum yfirþyrmandi athygli sé ástæða þess að húsið er nú til sölu, en leiða má að því líkur að hún spili inn í. „Þetta var heimili fjölskyldunnar frá 1973, í næstum 52 ár. Við göngum héðan í burtu með minningarnar okkar. Það er kominn tími til að leita á ný mið. Þetta er búið, það er engin ástæða til að berjast við þetta lengur,“ segir Quintana. Líkt og áður sagði er ásett verð hússins um 560 milljónir króna. Erfitt er að segja hvort mögulegir kaupendur veigri sér við að greiða slíkt verð fyrir húsið, þegar áreitið sem fylgir því er jafn mikið og núverandi eigendur lýsa, eða hvort einhver ofuraðdáandi Breaking Bad sæti færis og festi kaup á húsinu. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef People. Húsið, sem er í Albuquerque í Nýju-Mexíkó, er 177 fermetrar og er ásett verð fjórar milljónir dollara, eða tæpar 560 milljónir króna. Breaking Bad fjalla um efnafræðikennarann Walter White sem greinist með krabbamein, söðlar þá um og gerist stórtækur fíkniefnaframleiðandi og -sali, í því skyni að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða meðan á dýrri læknismeðferð stendur. Athyglin varð fljótt að vandamáli Líkt og áður sagði var húsið notað sem heimili fjölskyldunnar í þáttunum, og margar ódauðlegar senur í sjónvarpssögunni teknar þar upp. Frá því þáttaröðin rann sitt skeið árið 2013 hefur húsið dregið að sér fjölda aðdáenda þáttanna, sem taka myndir af sér fyrir utan húsið á öllum tímum sólarhringsins. Í umfjöllun People er haft eftir Joanne Quintana, sem ólst upp í húsinu, að tilviljun ein hafi ráðið því að móðir hennar kom til dyra þegar framleiðendur þáttanna óskuðu eftir því að fá að nota það í verkefnið. Fjölskyldan hafi slegið til og notið þess mjög að vera á tökustað, kynnast leikurum þáttanna og fá innsýn í ferlið á bak við framleiðslu stórra sjónvarpsþátta. „Síðan fóru aðdáendurnir að koma. Við fórum út og tókum myndir með þeim, ég og mamma,“ segir Quintana. Hin stöðuga athygli sem fylgdi því að eiga jafn þekkt hús hafi hins vegar fljótlega borið fjölskylduna ofurliði. Eins hafi verið dæmi um að aðdáendur hafi stolið munum af lóð hússins, vafalaust til að eiga sem minjagripi um uppáhalds sjónvarpsþættina sína. Dularfullur pakki stílaður á Walter White Quintana minnist þess sérstaklega að eina nóttina hafi dyrabjöllunni verið hringt um klukkan hálf fimm um nótt. Við útidyrahurðina hafi verið pakki, stílaður á Walter White. Lögreglan hafi verið kölluð til ásamt sprengjuleitarsveit, þar sem ómögulegt væri að segja hvað leyndist í pakkanum. Þetta hafi leitt til þess að fjölskyldan hafi þurft að gera öryggisráðstafanir, setja upp hreyfiskynjara við húsið og stærðarinnar girðingu, til að varna því að fólk gæti valsað óáreitt upp að hússins dyrum. Viljir þú eignast þetta hús, sem á sér tryggan sess í sjónvarpssögunni, þarftu að greiða um 560 milljónir króna fyrir.AP/Russell Contreras „Bræður mínir sögðu að þarna væri nóg komið,“ segir Quintana sem telur að um 300 bílar hafi ekið fram hjá húsinu á degi hverjum. Að endingu hafi stöðug athygli sem beindist að húsinu verið of mikil vinna, samhliða því að sjá um aldraða foreldra hennar, sem hafa búið í húsinu frá 1973. Mál að linni Á vef People er ekki fullyrt að hin mikla og á tímum yfirþyrmandi athygli sé ástæða þess að húsið er nú til sölu, en leiða má að því líkur að hún spili inn í. „Þetta var heimili fjölskyldunnar frá 1973, í næstum 52 ár. Við göngum héðan í burtu með minningarnar okkar. Það er kominn tími til að leita á ný mið. Þetta er búið, það er engin ástæða til að berjast við þetta lengur,“ segir Quintana. Líkt og áður sagði er ásett verð hússins um 560 milljónir króna. Erfitt er að segja hvort mögulegir kaupendur veigri sér við að greiða slíkt verð fyrir húsið, þegar áreitið sem fylgir því er jafn mikið og núverandi eigendur lýsa, eða hvort einhver ofuraðdáandi Breaking Bad sæti færis og festi kaup á húsinu.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“