1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 14:04 Sistynin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem eru elst núlifandi systkina á Íslandi. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri; Egill, Ólafur, Bárður, Gústaf, Sigríður, Karl, Svanhvít, Magnús, Þorvaldur og Loftur. Og í neðri röðinni frá vinstri eru þau; Guðmundur, Sigþrúður, Guðrún, Ágústa Halla, Halldóra, Þórey. Myndin var tekin á ættarmóti systkinanna í júní 2009. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elstu núlifandi systkini landsins eru systkinin sextán frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð en þau eru samtals 1166 ára gömul. Elsta systkinið er 83 ára og það yngsta 58 ára. Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend
Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira