Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 10:30 Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun