Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 22:30 Mike Evans hafði fjögur hundruð milljón ástæður til að fagna þegar hann greip síðustu sendingu leiksins á móti Carolina Panthers í gær. AP/Jason Behnken Lokaumferðin í deildarkeppni NFL fór fram um síðustu helgi og þar voru nokkrir leikmenn liðanna ekki bara á eftir sigri. Sumir gátu tryggt sér veglega bónusa. Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) NFL Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs)
NFL Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira