Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2025 18:19 Abdullah Hayayei var minnst á setningarhátið heimsmeistaramótisins sem hann ætlaði að keppa á. Getty/S Bardens Breska frjálsíþróttasambandið hefur verið ákært fyrir að bera ábyrgð á dauða Abdullah Hayayei, fyrrum keppanda á Ólympíumóti fatlaðra. Hayayei var 36 ára gamall þegar hann lést. Málmbúr féll á hann þegar hann var við æfingar á Newham Leisure Centre í London í júlí 2017. Saksóknari hefur birt ákæruna á hendur frjálsíþróttasambandinu fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að stofna öryggi og heilsu í hættu á vinnustað. Breska ríkisútvarpið segir frá. Keith Davies, yfirmaður á íþróttamóti fatlaðra árið 2017, hefur einnig fengið á sig álæru fyrir alvarlega vanrækslu og manndráp af gáleysi. Bæði fulltrúar breska frjálsíþróttasambandsins og hinn 77 ára gamli Davies koma fyrir dóm 31. janúar næstkomandi. Hayayei var við æfingar fyrir HM fatlaðra í London þegar slysið varð. Hann var frá Sameinuðu arabískum furstadæmunum og ætlaði að keppa á HM í kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti í fötlunarflokki F34. Hayayei var fimm barna faðir en ári fyrr hafði hann endað í sjötta sæti í spjótkasti og í sjöunda sæti í kúluvarpi á ÓLympíumóti fatlaðra í Ríó 2016. Hann var einnig að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti eftir að hafa verið með á HM 2015. Hayayei var minnst með einnar mínútu þögn á setningarhátíð HM fatlaðra í London 2017. BREAKING: UK Athletics Ltd and its former head of sport have been charged with manslaughter following the death of Paralympian Abdullah Hayayei, the Crown Prosecution Service said.https://t.co/TrFRZ1jcnx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/uzPsTWvBCj— Sky News (@SkyNews) January 8, 2025 Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Hayayei var 36 ára gamall þegar hann lést. Málmbúr féll á hann þegar hann var við æfingar á Newham Leisure Centre í London í júlí 2017. Saksóknari hefur birt ákæruna á hendur frjálsíþróttasambandinu fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að stofna öryggi og heilsu í hættu á vinnustað. Breska ríkisútvarpið segir frá. Keith Davies, yfirmaður á íþróttamóti fatlaðra árið 2017, hefur einnig fengið á sig álæru fyrir alvarlega vanrækslu og manndráp af gáleysi. Bæði fulltrúar breska frjálsíþróttasambandsins og hinn 77 ára gamli Davies koma fyrir dóm 31. janúar næstkomandi. Hayayei var við æfingar fyrir HM fatlaðra í London þegar slysið varð. Hann var frá Sameinuðu arabískum furstadæmunum og ætlaði að keppa á HM í kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti í fötlunarflokki F34. Hayayei var fimm barna faðir en ári fyrr hafði hann endað í sjötta sæti í spjótkasti og í sjöunda sæti í kúluvarpi á ÓLympíumóti fatlaðra í Ríó 2016. Hann var einnig að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti eftir að hafa verið með á HM 2015. Hayayei var minnst með einnar mínútu þögn á setningarhátíð HM fatlaðra í London 2017. BREAKING: UK Athletics Ltd and its former head of sport have been charged with manslaughter following the death of Paralympian Abdullah Hayayei, the Crown Prosecution Service said.https://t.co/TrFRZ1jcnx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/uzPsTWvBCj— Sky News (@SkyNews) January 8, 2025
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira