Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar 9. janúar 2025 09:00 Í nýlegri alþjóðlegri könnun voru 10.000 ungmenni á aldrinum 16-25 ára spurð hvernig framtíðin horfði við þeim. Þrjú af hverjum fjórum sögðust óttast hana og rúmur helmingur taldi mannkynið dauðadæmt. Tæpur helmingur var efins um að eignast börn og mörg sem voru foreldrar sögðust sjá eftir því vegna ótta um að börn ættu sér ekki lífsvon í versnandi loftslagi. Ég þekki þennan kvíða. Stundum hef ég hugsað með létti til þess að vera orðin of gömul til að ganga í gegnum hörmungarnar sem í vændum eru en oftar hef ég áhyggjur af barnabörnunum mínum og öllum hinum börnunum sem sitja uppi með stjórnlausa náttúru og ónýta jörð. Eins og flestir fæ ég upplýsingar um loftslagsmál aðallega úr fjölmiðlum, innlendum og erlendum. Í nokkur ár hafa þeir samviskusamlega komið þeim skilaboðum á framfæri að framtíðin sé ekki björt, ef við yfirhöfuð getum vonast eftir framtíð. Fyrir skömmu var frétt um að þess megi vænta að hlýir hafstraumar hætti að ná til Íslands og þá verði landið óbyggilegt vegna kulda. Sunnar á hnettinum fer hitinn hækkandi með vaxandi skógareldum, fellibyljum, flóðum, þurrkum og hungursneyð. Auðvitað er myndin töluvert flóknari en góðar fréttir af loftslagsmálum rata síður á forsíður en þær slæmu. Þetta er umfjöllunarefni bókar eftir Dr. Hannah Ritchie sem heitir Not the End of the World. Ritchie er vísindamaður við Oxfordháskóla, yfirmaður rannsókna við gagnavefinn Our World in Data, og rannsóknir hennar hafa vakið heimsathygli. Ég gleypti bókina í mig og hugsaði með mér að fleiri gætu viljað vita um efni hennar. Fyrir nokkrum árum var Ritchie í sömu sporum og ég og svo margir aðrir: Hrædd við framtíðina vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þá hafði hún lokið doktorsnámi í umhverfisfræðum og fylgdist vel með fréttum til að vera upplýst um ástand heimsins. Við henni blöstu sömu myndir og okkur; af náttúruhamförum um allan heim og hryllilegum afleiðingum þeirra. Ritchie var sannfærð um að hún væri að ganga í gegnum versta tímabil mannkyns og til að draga úr kvíða hugleiddi hún alvarlega að skipta um starfsvettvang. Sú ákvörðun breyttist þegar hún kynntist rannsóknum Hans Rosling en gögn hans vörpuðu ljósi á hve ástand heimsins getur verið ólíkt hugmyndunum okkar um það. Ritchie tók sér hvíld frá fjölmiðlum og notaði tímann til að afla sér langtímagagna um loftslagsbreytingar. Þau hefur hún grandskoðað undanfarin tíu ár og afraksturinn er að finna í fyrrnefndri bók. Ef einhver óttast að Ritchie afneiti gróðurhúsaáhrifum eða dragi áhrif mannsins á vistkerfi jarðar í efa fer því fjarri. Hún segir fullum fetum að loftslagsbreytingar séu ógnvekjandi staðreynd og að ástæðan sé of mikil losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið. Hún vill að fleiri leggist á árarnar og af meira afli en forsenda þess að fólk geti brugðist við af viti er að það hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum. Heimsendaspár séu gagnslitlar því þær byggi ekki á nógu traustum gögnum. Ritchie efast líka um gagnsemi þess að hræða úr fólki líftóruna. Man einhver eftir súru regni? Seint á síðustu öld var súrt regn umhverfisvandamálið. Þá var sýrstig í ám og vötnum svo hátt að fiskur og skordýr drápust í stórum stíl og sömu sögu var að segja um skóglendi og annan gróður. Sökudólgurinn var súrt regn sem varð til þegar eiturefni úr jarðefnaeldsneyti blönduðust regni. Til að vinna bug á súru regni þurftu þjóðir heims að vinna saman, sem var ekki vandræðalaust, en loks settu Bandaríkin og flest lönd Evrópu strangar reglugerðir um að draga verulega úr losun brennisteins út í andrúmsloftið. Og áhrifin létu ekki á sér standa. Í Bandaríkjunum dróst brennisteinslosun saman um 95%, í Evrópu um 84% og í Bretlandi um 98%. Jafnvel í Kína, sem jók notkun kola á sama tíma, dróst brennisteinslosun saman um 60%. Eða eyðingu ósonlagsins? Annað stórt vandamál sem olli verulegum áhyggjum var eyðing ósonlagsins. Við erum löngu hætt að heyra á það minnst. Af hverju? Af því það er ekki lengur vandamál og þar af leiðandi ekki frétt. Árið 1987 gerðu 43 þjóðir með sér samkomulag um að hætta framleiðslu efna sem höfðu eyðandi áhrif á ósonlagið. Um aldamótin voru þær orðnar 174 og 2009 höfðu öll lönd heimsins undirgengist samninginn. Á einum áratug dró úr losun ósoneyðandi efna um 80% og í dag er árangurinn 99.7%. Ósonlagið er enn að jafna sig en með tíð og tíma mun gatið yfir suðurskautinu lokast. Dæmin um súra regnið og ósonlagið sýna okkur að með samstilltu átaki margra þjóða tókst að bregðast við alvarlegum vandamálum. Hindranirnar voru fjölmargar en með þrautseigju og samstilltu átaki lánaðist okkur að yfirstíga þær. Loftmengun Mengun af manna völdum er ekki ný af nálinni, hún byrjaði þegar maðurinn lærði að kveikja eld. Þegar við brennum efnum, hvort sem þau heita viður, kol eða olía myndast skaðleg efni í andrúmsloftinu og það eru þau sem eru ábyrg fyrir loftslagsbreytingunum. Þau eru líka bein ógnun við heilsu manna. Þegar fátækar þjóðir brjóta sér leið til betri lífskjara þurfa þær ódýra og aðgengilega orku á borð við kol og olíu. Þessi efni eru mjög mengandi en bláfátækt fólk setur ekki umhverfismál í forgang. Áður en hreint loft fer að teljast til lífsgæða þarf fólk að eiga í sig og á. Þess vegna versna loftgæðin áður en þau byrja að batna. Í dag er Delhi ein af menguðustu borgum heims en þó eru loftgæðin þar ekki jafn slæm og þau voru í London fyrir 100 árum. Verst var ástandið þar um miðja síðustu öld þegar kolaryk lagðist eins og þykkt ský yfir borgina og fólk sá ekki handa sinna skil. Áætlað er að þá hafi 10 000 manns látist og 100 000 veikst alvarlega vegna öndunarfæraerfiðleika. Með markvissum aðgerðum hefur dregið svo úr loftmengun að loftið nú er hreinna í London en það var í aldaraðir á undan. Ferlið frá lífskjarabyltingu til umhverfisvitundar tók vestræn lönd rúmar tvær aldir. Með nýrri og hraðvaxandi tækni sem færir okkur hreinni og ódýrari orkugjafa, ásamt fræðslu og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða getur ferlið hjá þeim fátækari gengið mun hraðar fyrir sig. Vísbendingar um þetta má sjá í tölum um dauðsföll vegna loftmengunar á hverja 100 þúsund íbúa á tímabilinu 1990 til 2019. Í Indlandi fækkaði þeim úr 280 í 164, í Kína úr 280 í 106 og á heimsvísu úr 156 í 86. Hitinn hækkar Þegar við heyrum að árið 2024 hafi verið það heitasta síðan mælingar hófust er auðvelt að ímynda sér að hitinn muni halda áfram að hækka um ófyrirsjáanlega framtíð. Þannig er það ekki. Reyndar er ólíklegt að okkur muni takast að halda hækkuninni innan 1,5 gráðu marksins, eins og stefnt var að í Parísarsamkomulaginu, en ef öll ríki stæðu við skuldbindingar sínar telur Ritchie að við gætum við haldið hlýnun innan við 2,1 gráður árið 2100. Miðað við núverandi stöðu finnst henni þó líklegt að við stefnum í 2,5–2,9 gráðu hlýnun. Það er svakalegt útlit, og þess vegna þurfum við að gera betur, en án allra aðgerða hefðum við stefnt í að minnsta kosti 5 gráðu hlýnun. Við munum í mörg ár enn súpa seyðið af hlýnun jarðar en gögnin sýna að með áframhaldandi aðgerðum geti næstu kynslóðir vænst betra loftslags og. Dauðsföll af völdum náttúruhamfara Þar sem náttúruhamförum hefur fjölgað um allan heim er auðvelt að draga þá ályktun að það sama hljóti að eiga við um dauðsföll af þeirra völdum. Það er samt ekki það sem tölurnar sýna: Aldrei hafa færri látist af völdum náttúruhamfara í heiminum en undanfarin ár. Þetta hljómar ótrúlega vegna þess að okkur hættir til að draga víðtækar ályktanir af einstökum atburðum. Eðli málsins samkvæmt litast hugmyndir okkar af ótta en óttinn leiðir okkur sjaldnast að réttri niðurstöðu. Færri dauðsföll getum við þakkað meiri sérfræðiþekkingu, nákvæmari mælingum, betri spám, skjótari viðbrögðum og sterkari innviðum. Nýlegt og nærtækt dæmi um þetta eru eldsumbrotin á Reykjanesi. Grænir kostir Það er brýnt að draga úr mengandi áhrifum jarðefnaeldsneytis og þar hafa farartæki mikil áhrif. En hvaða bílar menga minnst? Framleiðsla rafbíla losar meira koltvíoxíð en framleiðsla bensínbíla en eftir tvö ár standa þeir jafnfætis og eftir tíu ár hefur rafbíll einungis losað þriðjung af því koltvíoxíði sem bensínbíll gerir (og eflaust minna hér á landi vegna þess hveorkan hér er hrein). Það er því fagnaðarefni að umbreytingin í umhverfisvænni bíla er að gerast á heimsvísu. Frá árinu 2017 hefur dregið úr sölu nýrra bensínbíla og árið 2022 var hlutfall nýrra seldra rafbíla í heimimum 14%. Sama ár var tæpur þriðjungur nýrra bíla í Kína knúinn rafmagni. Eigi fólk að velja græna orkugjafa þurfa þeir að verða ódýrari en jarðefnaeldsneyti og þróunin hefur stefnt hratt í þá átt. Árið 2009 voru vind- og sólarorka dýrustu orkugjafarnir en tíu árum síðar voru þeir orðnir ódýrastir. Samskonar umbreyting hefur átt sér stað í bílum. Fyrir þrjátíu árum kostaði rafhlaða í bíl nokkur hundruð þúsund dollara en í dag kostar mun öflugri rafhlaða fimm til tólf þúsund dollara. Auk þess að vera ódýrari þurfa grænir kostir að vera aðlaðandi og það eru rafbílar svo sannarlega, bæði hvað varðar útlit og aksturseiginleika. Þáttur fjölmiðla Það eru ekki fréttir að vönduð og ábyrg fjölmiðlaumfjöllun á undir högg að sækja alls staðar í heiminum. Hún kostar tíma og peninga og á í harðri samkeppni við hagnaðardrifna miðla sem dæla út „fréttum“, sönnum og lognum. Fátt er betur til þess fallið að kalla á athygli en það sem vekur ótta og líklega þurftum við að verða hrædd til að vakna til vitundar um ástand jarðar. Hins vegar veldur of mikill og of langavarandi ótti vonleysi og uppgjöf sem er jafn hættulegt og afneitun. Það er ekkert áhlaupaverk fyrir fréttafólk að ná yfirsýn yfir jafn yfirgripsmikið og flókið fyrirbæri og hlýnun jarðar. Auk þess er það undir sömu sök selt og við öll hin; Viðbúið því versta. Viðvarandi ótti þjónaði mikilvægu hlutverki fyrir frummanninn sem átti á hættu að vera étinn fyrirvaralaust en þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður er ótti mjög nálægur nútímamanninum. Við erum ennþá ofurnæm á minnstu vísbendingar um ógn, tilbúin að berjast eða flýja, sem oft er fullkomlega glórulaust. Varnarviðbrögð gegn ótta geta birst sem afneitun staðreynda, til dæmis á hlýnun jarðar eða þeirri meiningu að loftslagsaðgerðir séu peninga- og tímasóun. Það er auðvitað ekki rétt. Þó að fréttir frá loftslagsráðstefnum fjalli undantekningalítið um ágreining og deilur þá er staðreyndin sú að metnaðarfullt og óeigingjarnt samstarf fólks um allan heim hefur leitt til endurheimtar skóglendis og dýralífs, hreinsunar og friðunar náttúrusvæða á sjó og landi, öflugra mengunarvarna, þróunar hreinni orkugjafa og meiri vitundar og þátttöku almennings. Það er ekki lítið. Heimsendaspár Margir standa í þeirri trú að bjartsýnisfólk sé barnalegt og vitlaust en svartsýnisfólk raunsætt og gáfað. Að sama skapi teljast góðar fréttir ekki alvöru fréttir heldur í besta falli glaðlegt léttmeti í lok fréttatíma. Vissulega er blind bjartsýni vitlaus en staðföst svartsýni er sama marki brennd. Hún er oft birtingarmynd streituviðbragða sem nærast á þeirri ranghugmynd að við séum betur varin fyrir vanlíðan ef við búumst við henni. Ekkert er fjær sanni. Bölsýni viðheldur ótta og streitu og hvort tveggja truflar skýra hugsun, vellíðan og lífsgleði. Ef frá eru talin örfá bjartsýnisár í kjölfar falls Berlínarmúrsins man ég ekki eftir öðru en yfirvofandi hættu á heimsenda. Fyrst var það kjarnorkuógn kalda stríðsins, síðan tók við hryðjuverkaógn, hún var trompuð með náttúruhamfaraógn, hættu á nýjum farsóttum og misnotkun gervigreindar og nú er kjarnorkuógnin aftur komin á dagskrá. Þegar við höfum alla ævina búið við slíkar hugmyndir og erum auk þess minnt reglulega á fólsku og græðgi mannsins er ekki skrýtið að við missum von og að börn verði kvíðin. Ég vil því minna á nokkur atriði sem ekki þykja fréttnæm en mega ekki gleymast: Maðurinn er óendanlega skapandi og frjór í hugsun. Honum er í blóð borið að vinna með öðrum og ósérhlífni og umhyggja fyrir öllu sem lifir er svo hversdagsleg að hún telst ekki til tíðinda. Þessir einstöku eiginleikar mannsins hafa frá örófi alda gert honum kleift að sigrast á ótrúlegustu erfiðleikum og takast hið ómögulega. Hlýnun jarðar er risavaxið verkefni en hún mun ekki valda heimsendi. Mjög margt sem hefur áunnist gefur tilefni til bjartsýni og metnaðar til að gera enn betur. Til að koma þeim skilaboðum til barna þurfum við fullorðna fólkið að sjá við eigin ótta og þeirri tilhneigingu að einblína á það sem neikvætt er og leggja allt út á versta veg. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Kjartansdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri alþjóðlegri könnun voru 10.000 ungmenni á aldrinum 16-25 ára spurð hvernig framtíðin horfði við þeim. Þrjú af hverjum fjórum sögðust óttast hana og rúmur helmingur taldi mannkynið dauðadæmt. Tæpur helmingur var efins um að eignast börn og mörg sem voru foreldrar sögðust sjá eftir því vegna ótta um að börn ættu sér ekki lífsvon í versnandi loftslagi. Ég þekki þennan kvíða. Stundum hef ég hugsað með létti til þess að vera orðin of gömul til að ganga í gegnum hörmungarnar sem í vændum eru en oftar hef ég áhyggjur af barnabörnunum mínum og öllum hinum börnunum sem sitja uppi með stjórnlausa náttúru og ónýta jörð. Eins og flestir fæ ég upplýsingar um loftslagsmál aðallega úr fjölmiðlum, innlendum og erlendum. Í nokkur ár hafa þeir samviskusamlega komið þeim skilaboðum á framfæri að framtíðin sé ekki björt, ef við yfirhöfuð getum vonast eftir framtíð. Fyrir skömmu var frétt um að þess megi vænta að hlýir hafstraumar hætti að ná til Íslands og þá verði landið óbyggilegt vegna kulda. Sunnar á hnettinum fer hitinn hækkandi með vaxandi skógareldum, fellibyljum, flóðum, þurrkum og hungursneyð. Auðvitað er myndin töluvert flóknari en góðar fréttir af loftslagsmálum rata síður á forsíður en þær slæmu. Þetta er umfjöllunarefni bókar eftir Dr. Hannah Ritchie sem heitir Not the End of the World. Ritchie er vísindamaður við Oxfordháskóla, yfirmaður rannsókna við gagnavefinn Our World in Data, og rannsóknir hennar hafa vakið heimsathygli. Ég gleypti bókina í mig og hugsaði með mér að fleiri gætu viljað vita um efni hennar. Fyrir nokkrum árum var Ritchie í sömu sporum og ég og svo margir aðrir: Hrædd við framtíðina vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þá hafði hún lokið doktorsnámi í umhverfisfræðum og fylgdist vel með fréttum til að vera upplýst um ástand heimsins. Við henni blöstu sömu myndir og okkur; af náttúruhamförum um allan heim og hryllilegum afleiðingum þeirra. Ritchie var sannfærð um að hún væri að ganga í gegnum versta tímabil mannkyns og til að draga úr kvíða hugleiddi hún alvarlega að skipta um starfsvettvang. Sú ákvörðun breyttist þegar hún kynntist rannsóknum Hans Rosling en gögn hans vörpuðu ljósi á hve ástand heimsins getur verið ólíkt hugmyndunum okkar um það. Ritchie tók sér hvíld frá fjölmiðlum og notaði tímann til að afla sér langtímagagna um loftslagsbreytingar. Þau hefur hún grandskoðað undanfarin tíu ár og afraksturinn er að finna í fyrrnefndri bók. Ef einhver óttast að Ritchie afneiti gróðurhúsaáhrifum eða dragi áhrif mannsins á vistkerfi jarðar í efa fer því fjarri. Hún segir fullum fetum að loftslagsbreytingar séu ógnvekjandi staðreynd og að ástæðan sé of mikil losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið. Hún vill að fleiri leggist á árarnar og af meira afli en forsenda þess að fólk geti brugðist við af viti er að það hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum. Heimsendaspár séu gagnslitlar því þær byggi ekki á nógu traustum gögnum. Ritchie efast líka um gagnsemi þess að hræða úr fólki líftóruna. Man einhver eftir súru regni? Seint á síðustu öld var súrt regn umhverfisvandamálið. Þá var sýrstig í ám og vötnum svo hátt að fiskur og skordýr drápust í stórum stíl og sömu sögu var að segja um skóglendi og annan gróður. Sökudólgurinn var súrt regn sem varð til þegar eiturefni úr jarðefnaeldsneyti blönduðust regni. Til að vinna bug á súru regni þurftu þjóðir heims að vinna saman, sem var ekki vandræðalaust, en loks settu Bandaríkin og flest lönd Evrópu strangar reglugerðir um að draga verulega úr losun brennisteins út í andrúmsloftið. Og áhrifin létu ekki á sér standa. Í Bandaríkjunum dróst brennisteinslosun saman um 95%, í Evrópu um 84% og í Bretlandi um 98%. Jafnvel í Kína, sem jók notkun kola á sama tíma, dróst brennisteinslosun saman um 60%. Eða eyðingu ósonlagsins? Annað stórt vandamál sem olli verulegum áhyggjum var eyðing ósonlagsins. Við erum löngu hætt að heyra á það minnst. Af hverju? Af því það er ekki lengur vandamál og þar af leiðandi ekki frétt. Árið 1987 gerðu 43 þjóðir með sér samkomulag um að hætta framleiðslu efna sem höfðu eyðandi áhrif á ósonlagið. Um aldamótin voru þær orðnar 174 og 2009 höfðu öll lönd heimsins undirgengist samninginn. Á einum áratug dró úr losun ósoneyðandi efna um 80% og í dag er árangurinn 99.7%. Ósonlagið er enn að jafna sig en með tíð og tíma mun gatið yfir suðurskautinu lokast. Dæmin um súra regnið og ósonlagið sýna okkur að með samstilltu átaki margra þjóða tókst að bregðast við alvarlegum vandamálum. Hindranirnar voru fjölmargar en með þrautseigju og samstilltu átaki lánaðist okkur að yfirstíga þær. Loftmengun Mengun af manna völdum er ekki ný af nálinni, hún byrjaði þegar maðurinn lærði að kveikja eld. Þegar við brennum efnum, hvort sem þau heita viður, kol eða olía myndast skaðleg efni í andrúmsloftinu og það eru þau sem eru ábyrg fyrir loftslagsbreytingunum. Þau eru líka bein ógnun við heilsu manna. Þegar fátækar þjóðir brjóta sér leið til betri lífskjara þurfa þær ódýra og aðgengilega orku á borð við kol og olíu. Þessi efni eru mjög mengandi en bláfátækt fólk setur ekki umhverfismál í forgang. Áður en hreint loft fer að teljast til lífsgæða þarf fólk að eiga í sig og á. Þess vegna versna loftgæðin áður en þau byrja að batna. Í dag er Delhi ein af menguðustu borgum heims en þó eru loftgæðin þar ekki jafn slæm og þau voru í London fyrir 100 árum. Verst var ástandið þar um miðja síðustu öld þegar kolaryk lagðist eins og þykkt ský yfir borgina og fólk sá ekki handa sinna skil. Áætlað er að þá hafi 10 000 manns látist og 100 000 veikst alvarlega vegna öndunarfæraerfiðleika. Með markvissum aðgerðum hefur dregið svo úr loftmengun að loftið nú er hreinna í London en það var í aldaraðir á undan. Ferlið frá lífskjarabyltingu til umhverfisvitundar tók vestræn lönd rúmar tvær aldir. Með nýrri og hraðvaxandi tækni sem færir okkur hreinni og ódýrari orkugjafa, ásamt fræðslu og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða getur ferlið hjá þeim fátækari gengið mun hraðar fyrir sig. Vísbendingar um þetta má sjá í tölum um dauðsföll vegna loftmengunar á hverja 100 þúsund íbúa á tímabilinu 1990 til 2019. Í Indlandi fækkaði þeim úr 280 í 164, í Kína úr 280 í 106 og á heimsvísu úr 156 í 86. Hitinn hækkar Þegar við heyrum að árið 2024 hafi verið það heitasta síðan mælingar hófust er auðvelt að ímynda sér að hitinn muni halda áfram að hækka um ófyrirsjáanlega framtíð. Þannig er það ekki. Reyndar er ólíklegt að okkur muni takast að halda hækkuninni innan 1,5 gráðu marksins, eins og stefnt var að í Parísarsamkomulaginu, en ef öll ríki stæðu við skuldbindingar sínar telur Ritchie að við gætum við haldið hlýnun innan við 2,1 gráður árið 2100. Miðað við núverandi stöðu finnst henni þó líklegt að við stefnum í 2,5–2,9 gráðu hlýnun. Það er svakalegt útlit, og þess vegna þurfum við að gera betur, en án allra aðgerða hefðum við stefnt í að minnsta kosti 5 gráðu hlýnun. Við munum í mörg ár enn súpa seyðið af hlýnun jarðar en gögnin sýna að með áframhaldandi aðgerðum geti næstu kynslóðir vænst betra loftslags og. Dauðsföll af völdum náttúruhamfara Þar sem náttúruhamförum hefur fjölgað um allan heim er auðvelt að draga þá ályktun að það sama hljóti að eiga við um dauðsföll af þeirra völdum. Það er samt ekki það sem tölurnar sýna: Aldrei hafa færri látist af völdum náttúruhamfara í heiminum en undanfarin ár. Þetta hljómar ótrúlega vegna þess að okkur hættir til að draga víðtækar ályktanir af einstökum atburðum. Eðli málsins samkvæmt litast hugmyndir okkar af ótta en óttinn leiðir okkur sjaldnast að réttri niðurstöðu. Færri dauðsföll getum við þakkað meiri sérfræðiþekkingu, nákvæmari mælingum, betri spám, skjótari viðbrögðum og sterkari innviðum. Nýlegt og nærtækt dæmi um þetta eru eldsumbrotin á Reykjanesi. Grænir kostir Það er brýnt að draga úr mengandi áhrifum jarðefnaeldsneytis og þar hafa farartæki mikil áhrif. En hvaða bílar menga minnst? Framleiðsla rafbíla losar meira koltvíoxíð en framleiðsla bensínbíla en eftir tvö ár standa þeir jafnfætis og eftir tíu ár hefur rafbíll einungis losað þriðjung af því koltvíoxíði sem bensínbíll gerir (og eflaust minna hér á landi vegna þess hveorkan hér er hrein). Það er því fagnaðarefni að umbreytingin í umhverfisvænni bíla er að gerast á heimsvísu. Frá árinu 2017 hefur dregið úr sölu nýrra bensínbíla og árið 2022 var hlutfall nýrra seldra rafbíla í heimimum 14%. Sama ár var tæpur þriðjungur nýrra bíla í Kína knúinn rafmagni. Eigi fólk að velja græna orkugjafa þurfa þeir að verða ódýrari en jarðefnaeldsneyti og þróunin hefur stefnt hratt í þá átt. Árið 2009 voru vind- og sólarorka dýrustu orkugjafarnir en tíu árum síðar voru þeir orðnir ódýrastir. Samskonar umbreyting hefur átt sér stað í bílum. Fyrir þrjátíu árum kostaði rafhlaða í bíl nokkur hundruð þúsund dollara en í dag kostar mun öflugri rafhlaða fimm til tólf þúsund dollara. Auk þess að vera ódýrari þurfa grænir kostir að vera aðlaðandi og það eru rafbílar svo sannarlega, bæði hvað varðar útlit og aksturseiginleika. Þáttur fjölmiðla Það eru ekki fréttir að vönduð og ábyrg fjölmiðlaumfjöllun á undir högg að sækja alls staðar í heiminum. Hún kostar tíma og peninga og á í harðri samkeppni við hagnaðardrifna miðla sem dæla út „fréttum“, sönnum og lognum. Fátt er betur til þess fallið að kalla á athygli en það sem vekur ótta og líklega þurftum við að verða hrædd til að vakna til vitundar um ástand jarðar. Hins vegar veldur of mikill og of langavarandi ótti vonleysi og uppgjöf sem er jafn hættulegt og afneitun. Það er ekkert áhlaupaverk fyrir fréttafólk að ná yfirsýn yfir jafn yfirgripsmikið og flókið fyrirbæri og hlýnun jarðar. Auk þess er það undir sömu sök selt og við öll hin; Viðbúið því versta. Viðvarandi ótti þjónaði mikilvægu hlutverki fyrir frummanninn sem átti á hættu að vera étinn fyrirvaralaust en þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður er ótti mjög nálægur nútímamanninum. Við erum ennþá ofurnæm á minnstu vísbendingar um ógn, tilbúin að berjast eða flýja, sem oft er fullkomlega glórulaust. Varnarviðbrögð gegn ótta geta birst sem afneitun staðreynda, til dæmis á hlýnun jarðar eða þeirri meiningu að loftslagsaðgerðir séu peninga- og tímasóun. Það er auðvitað ekki rétt. Þó að fréttir frá loftslagsráðstefnum fjalli undantekningalítið um ágreining og deilur þá er staðreyndin sú að metnaðarfullt og óeigingjarnt samstarf fólks um allan heim hefur leitt til endurheimtar skóglendis og dýralífs, hreinsunar og friðunar náttúrusvæða á sjó og landi, öflugra mengunarvarna, þróunar hreinni orkugjafa og meiri vitundar og þátttöku almennings. Það er ekki lítið. Heimsendaspár Margir standa í þeirri trú að bjartsýnisfólk sé barnalegt og vitlaust en svartsýnisfólk raunsætt og gáfað. Að sama skapi teljast góðar fréttir ekki alvöru fréttir heldur í besta falli glaðlegt léttmeti í lok fréttatíma. Vissulega er blind bjartsýni vitlaus en staðföst svartsýni er sama marki brennd. Hún er oft birtingarmynd streituviðbragða sem nærast á þeirri ranghugmynd að við séum betur varin fyrir vanlíðan ef við búumst við henni. Ekkert er fjær sanni. Bölsýni viðheldur ótta og streitu og hvort tveggja truflar skýra hugsun, vellíðan og lífsgleði. Ef frá eru talin örfá bjartsýnisár í kjölfar falls Berlínarmúrsins man ég ekki eftir öðru en yfirvofandi hættu á heimsenda. Fyrst var það kjarnorkuógn kalda stríðsins, síðan tók við hryðjuverkaógn, hún var trompuð með náttúruhamfaraógn, hættu á nýjum farsóttum og misnotkun gervigreindar og nú er kjarnorkuógnin aftur komin á dagskrá. Þegar við höfum alla ævina búið við slíkar hugmyndir og erum auk þess minnt reglulega á fólsku og græðgi mannsins er ekki skrýtið að við missum von og að börn verði kvíðin. Ég vil því minna á nokkur atriði sem ekki þykja fréttnæm en mega ekki gleymast: Maðurinn er óendanlega skapandi og frjór í hugsun. Honum er í blóð borið að vinna með öðrum og ósérhlífni og umhyggja fyrir öllu sem lifir er svo hversdagsleg að hún telst ekki til tíðinda. Þessir einstöku eiginleikar mannsins hafa frá örófi alda gert honum kleift að sigrast á ótrúlegustu erfiðleikum og takast hið ómögulega. Hlýnun jarðar er risavaxið verkefni en hún mun ekki valda heimsendi. Mjög margt sem hefur áunnist gefur tilefni til bjartsýni og metnaðar til að gera enn betur. Til að koma þeim skilaboðum til barna þurfum við fullorðna fólkið að sjá við eigin ótta og þeirri tilhneigingu að einblína á það sem neikvætt er og leggja allt út á versta veg. Höfundur er sálgreinir.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun