Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2025 11:33 Svona gæti orðið umhorfs á höfuðborgarsvæðinu um helgina þegar snarhlýnar og rignir ofan í snjóinn sem safnast hefur upp síðustu vikur. Vísir/vilhelm Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann. Veður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann.
Veður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira