Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2025 07:00 Einar Carl segist ekki geta mælt nógu mikið með því að fólk hugi að rassvöðvunum. Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu. Mikilvægi rassvöðvanna og rétt öndun fyrir líkamlega og andlega heilsu var umfjöllunarefni í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms þegar þær spjölluðu við Einar Carl Axelsson, sérfræðing í hreyfingu og líkamsbeitingu og meðeiganda Primal. Hann útskýrði sína sýn á hvernig rassvöðvar, öndun og taugakerfið tengist órjúfanlegum böndum. Hver vill ekki vera með flottan rass? Þessi spurning snýst ekki bara um útlit. Samkvæmt Einari eru rassvöðvarnir hornsteinn í líkamsstarfsemi okkar. „Ef við hreyfum okkur vitlaust og rassvöðvarnir eru vanvirkir, flyst álagið yfir á aðra vöðva sem enda þá í krónískri spennu,“ útskýrði hann. Þetta geti valdið bólgum, verkjum og vandamálum í mjóbaki, mjöðmum og hnjám. Rétt hreyfimynstur fyrir betri líðan Einar leggur áherslu á að réttar hreyfingar skipti sköpum. „Við tökum um 10.000 skref á dag, og hvert skref getur verið tekið í réttu eða röngu hreyfimynstri og þannig ýmist bætt líðan eða viðhaldið vandamáli,“ sagði hann. Með því að virkja rassvöðvana geti fólk bætt líkamlega líðan, sem hefur oftar en ekki bein áhrif á andlega líðan og þar með talið dregið úr streitu. „Rassvöðvarnir gegna lykilhlutverki í að styðja við hrygg, mjaðmir og hné þannig að vanvirkir rassvöðvar geta leitt til álagsvandamála. Þegar rassvöðvarnir eru ekki virkir verða vöðvar framan á læri, mjöðm og í mjóbaki ráðandi, sem veldur stífleika, verkjum og bólgum,“ útskýrði Einar. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Seta og vanvirkir rassvöðvar Einar segir setuna klárlega stóra ástæðu vanvirkra rassvöðva. „Þegar við sitjum mikið detta rassvöðvarnir úr leik og líkaminn finnur aðrar leiðir til að hreyfa sig, oft með rangri vöðvavirkni,“ sagði Einar. Þetta getur einnig haft áhrif á hreyfiferli annarra vöðvahópa og skapað langvarandi ójafnvægi: „Ef hreyfingin er röng stífnar framhlið læra, mjóbak og mjöðm, og það skapar grunn fyrir stoðkerfisvandamál.“ Rétt hreyfing öflugt tæki gegn kvíða og þunglyndi Ein áhugaverð nálgun Einars snýr að tengslum taugakerfis og hreyfingar, rassvöðvarnir tengist þannig meira en bara líkamlegri heilsu. Í þættinum útskýrir Einar einnig hvernig hreyfiferlið tengist taugakerfinu okkar og hvernig rétt hreyfing getur verið öflugt tæki til að vinna gegn andlegum áskorunum eins og kvíða, þunglyndi og streitu. Einar benti á að þeir séu hluti af bardagahamskerfi líkamans, sem tengist sjálfstrausti og getu til að takast á við áskoranir. „Með því að virkja rassvöðvana getur fólk komið sér úr streitu og flóttaviðbragði inn í sjálfsöryggið,“ sagði hann. Hann bætti við að það skipti miklu máli hvernig æfingum sé stillt upp eftir því í hvernig andlegu ástandi fólk sé; rólegar stöðugar hreyfingar séu bestar fyrir fólk í kvíða, á meðan meiri ákefð í stuttum lotum henti iðulega betur fyrir þá sem upplifa depurð. Bætt þol fyrir koltvísýringi grunnatriði í heilsu Einar segir að á námskeiðum sínum í Primal hafi hann hjálpað fjölda fólks með kvíða og þunglyndi með því að breyta hreyfiferlum og hvernig fólk andar. Hann byrji á að hjálpa fólki að laga öndunina „djúp hæg öndun í gegnum nefið bætir ekki bara súrefnisupptöku heldur getur hún líka hjálpað við að róa taugakerfið og auka þol fyrir koltvísýringi sem er mælikvarði á heilsu“ útskýrði Einar. „Ef við oföndum, missum við jafnvægið í taugakerfinu og festumst í streituástandi.“ Hann segir að nánast án undantekninga sé fólk með stoðkerfisvandamál með mjög lítið þol fyrir koltvísýringi. Öndunin hjá þeim sé oft of hröð og munnöndun algeng. Einar útskýrði hvernig við getum komist að koltvísýringsþoli okkar: „Þol fyrir koltvísýringi getum við fundið út með því að draga andann djúpt inn í gegnum nefið og eftir útöndun að bíða með að draga inn andann aftur. Í góðu ástandi ættum við að geta beðið í eina mínútu áður en við finnum fyrir því að við verðum að draga inn andann aftur.“ Hann mælir með öndunaræfingum sem auka þol fyrir koltvísýring og hjálpa við að róa kerfið. Einar Carl hefur áður rætt málið við Reykjavík síðdegis. Dugir sjaldnast að nudda burt mjóbaksverki Einar lagði áherslu á að finna orsök verkja í stað þess að meðhöndla eingöngu afleiðingarnar og sagði galið að nudda bakið þegar um mjóbaksvandamál væri að ræða. „Þú ert þá bara að meðhöndla afleiðingarnar, ekki orsökina,“ sagði hann. Til að virkja rassvöðvana og bæta hreyfikerfið mælti Einar með því að leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar. „Við þurfum að setja fókusinn á hvaða vöðva við erum að virkja, ekki bara að klára hreyfinguna,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að rétt göngulag sé lykillinn að heilsusamlegri líkamsbeitingu: „Þegar við göngum eigum við að opna mjöðmina, virkja rassvöðvana og finna fyrir þeim knýja gönguna áfram.“ Einfalt ráð: Virkjaðu rassinn Að lokum gaf Einar einfalt en árangursríkt ráð: „Tengdu við rassvöðvana í hverju skrefi sem þú tekur. Meðvitað skref getur umbreytt stoðkerfinu þínu. Líkamleg virkni og taugakerfi eru órjúfanlega tengd, og hvernig við getum tekið stjórnina með einföldum en markvissum aðgerðum.“ Heilsa Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Mikilvægi rassvöðvanna og rétt öndun fyrir líkamlega og andlega heilsu var umfjöllunarefni í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms þegar þær spjölluðu við Einar Carl Axelsson, sérfræðing í hreyfingu og líkamsbeitingu og meðeiganda Primal. Hann útskýrði sína sýn á hvernig rassvöðvar, öndun og taugakerfið tengist órjúfanlegum böndum. Hver vill ekki vera með flottan rass? Þessi spurning snýst ekki bara um útlit. Samkvæmt Einari eru rassvöðvarnir hornsteinn í líkamsstarfsemi okkar. „Ef við hreyfum okkur vitlaust og rassvöðvarnir eru vanvirkir, flyst álagið yfir á aðra vöðva sem enda þá í krónískri spennu,“ útskýrði hann. Þetta geti valdið bólgum, verkjum og vandamálum í mjóbaki, mjöðmum og hnjám. Rétt hreyfimynstur fyrir betri líðan Einar leggur áherslu á að réttar hreyfingar skipti sköpum. „Við tökum um 10.000 skref á dag, og hvert skref getur verið tekið í réttu eða röngu hreyfimynstri og þannig ýmist bætt líðan eða viðhaldið vandamáli,“ sagði hann. Með því að virkja rassvöðvana geti fólk bætt líkamlega líðan, sem hefur oftar en ekki bein áhrif á andlega líðan og þar með talið dregið úr streitu. „Rassvöðvarnir gegna lykilhlutverki í að styðja við hrygg, mjaðmir og hné þannig að vanvirkir rassvöðvar geta leitt til álagsvandamála. Þegar rassvöðvarnir eru ekki virkir verða vöðvar framan á læri, mjöðm og í mjóbaki ráðandi, sem veldur stífleika, verkjum og bólgum,“ útskýrði Einar. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Seta og vanvirkir rassvöðvar Einar segir setuna klárlega stóra ástæðu vanvirkra rassvöðva. „Þegar við sitjum mikið detta rassvöðvarnir úr leik og líkaminn finnur aðrar leiðir til að hreyfa sig, oft með rangri vöðvavirkni,“ sagði Einar. Þetta getur einnig haft áhrif á hreyfiferli annarra vöðvahópa og skapað langvarandi ójafnvægi: „Ef hreyfingin er röng stífnar framhlið læra, mjóbak og mjöðm, og það skapar grunn fyrir stoðkerfisvandamál.“ Rétt hreyfing öflugt tæki gegn kvíða og þunglyndi Ein áhugaverð nálgun Einars snýr að tengslum taugakerfis og hreyfingar, rassvöðvarnir tengist þannig meira en bara líkamlegri heilsu. Í þættinum útskýrir Einar einnig hvernig hreyfiferlið tengist taugakerfinu okkar og hvernig rétt hreyfing getur verið öflugt tæki til að vinna gegn andlegum áskorunum eins og kvíða, þunglyndi og streitu. Einar benti á að þeir séu hluti af bardagahamskerfi líkamans, sem tengist sjálfstrausti og getu til að takast á við áskoranir. „Með því að virkja rassvöðvana getur fólk komið sér úr streitu og flóttaviðbragði inn í sjálfsöryggið,“ sagði hann. Hann bætti við að það skipti miklu máli hvernig æfingum sé stillt upp eftir því í hvernig andlegu ástandi fólk sé; rólegar stöðugar hreyfingar séu bestar fyrir fólk í kvíða, á meðan meiri ákefð í stuttum lotum henti iðulega betur fyrir þá sem upplifa depurð. Bætt þol fyrir koltvísýringi grunnatriði í heilsu Einar segir að á námskeiðum sínum í Primal hafi hann hjálpað fjölda fólks með kvíða og þunglyndi með því að breyta hreyfiferlum og hvernig fólk andar. Hann byrji á að hjálpa fólki að laga öndunina „djúp hæg öndun í gegnum nefið bætir ekki bara súrefnisupptöku heldur getur hún líka hjálpað við að róa taugakerfið og auka þol fyrir koltvísýringi sem er mælikvarði á heilsu“ útskýrði Einar. „Ef við oföndum, missum við jafnvægið í taugakerfinu og festumst í streituástandi.“ Hann segir að nánast án undantekninga sé fólk með stoðkerfisvandamál með mjög lítið þol fyrir koltvísýringi. Öndunin hjá þeim sé oft of hröð og munnöndun algeng. Einar útskýrði hvernig við getum komist að koltvísýringsþoli okkar: „Þol fyrir koltvísýringi getum við fundið út með því að draga andann djúpt inn í gegnum nefið og eftir útöndun að bíða með að draga inn andann aftur. Í góðu ástandi ættum við að geta beðið í eina mínútu áður en við finnum fyrir því að við verðum að draga inn andann aftur.“ Hann mælir með öndunaræfingum sem auka þol fyrir koltvísýring og hjálpa við að róa kerfið. Einar Carl hefur áður rætt málið við Reykjavík síðdegis. Dugir sjaldnast að nudda burt mjóbaksverki Einar lagði áherslu á að finna orsök verkja í stað þess að meðhöndla eingöngu afleiðingarnar og sagði galið að nudda bakið þegar um mjóbaksvandamál væri að ræða. „Þú ert þá bara að meðhöndla afleiðingarnar, ekki orsökina,“ sagði hann. Til að virkja rassvöðvana og bæta hreyfikerfið mælti Einar með því að leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar. „Við þurfum að setja fókusinn á hvaða vöðva við erum að virkja, ekki bara að klára hreyfinguna,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að rétt göngulag sé lykillinn að heilsusamlegri líkamsbeitingu: „Þegar við göngum eigum við að opna mjöðmina, virkja rassvöðvana og finna fyrir þeim knýja gönguna áfram.“ Einfalt ráð: Virkjaðu rassinn Að lokum gaf Einar einfalt en árangursríkt ráð: „Tengdu við rassvöðvana í hverju skrefi sem þú tekur. Meðvitað skref getur umbreytt stoðkerfinu þínu. Líkamleg virkni og taugakerfi eru órjúfanlega tengd, og hvernig við getum tekið stjórnina með einföldum en markvissum aðgerðum.“
Heilsa Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög