„Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 31. október 2025 09:34 Starfsmannafélag Play bauð fyrrum flugfólki í glæsilegt teiti. Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins. Ísak Snær Ægisson, fyrrverandi flugþjónn og meðlimur í starfsmannafélaginu, segir að hugmyndin hafi verið að skapa tilfinninguna að starfsfólkið væri farþegar í sínu síðasta flugi þar sem allt um borð væri frítt. Boðið var upp á standandi veitingar og opinn bar og sérstakur drykkjaseðill í klassískum PLAY-stíl vakti mikla lukku en að þessu sinni var allt á núll evrur. „Það var ólýsanlega gott fyrir okkur starfsfólkið að geta komið saman í síðasta skiptið og átt kvöldstund til að kveðjast, minnast góðra minninga og dansa og syngja saman. Við erum eins og ein stór fjölskylda og höfum eignast vini fyrir lífstíð,“ sagði Ísak Snær og bætir við: „Þetta var kvöld sem PLAY-fólkið mun seint gleyma.“ Skemmtikrafturinn og fyrrverandi flugfreyjan Eva Ruza stýrði kvöldinu af sinni alkunnu snilld. Hún steig á svið í rauða PLAY-uniforminu, flutti ávarp sitt af mikilli innlifun og hreif gesti með sér eins og henni einni er lagið. Seinna um kvöldið héldu Birnir, Bríet, Stuðlabandið og FM95BLÖ uppi fjörinu og var stemningin í hámarki. Eva Ruza skrifaði einlæga færslu á samfélagsmiðlum til fyrrverandi flugfólks PLAY. „Dear passengers. Welcome aboard this final flight. Buckle up, coz we are gonna party!!!!! Það var sannur heiður að fá að fylgja vinum mínum og starfsfólki hjá Play síðasta spölinn. Þau tóku ástfóstri við mér fyrir ári síðan og ég sömuleiðis þeim. Hef margoft flogið með þeim, unnið samfélagsmiðlaverkefni, og skemmt þeim oftar en einu sinni og oftar en tvisvar- og í kvöld was the last time. Love you all og gangi ykkur sem allra best í næstu ævintýrum þið frábæra fólk,“ skrifaði Eva í færslu á samfélagsmiðlum. Nokkrar valdar myndir úr kveðjupartýinu og innlegg frá fyrrum flugfreyjum PLAY má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by svanhvít anna (@svanhvitanna) View this post on Instagram A post shared by Birna Sif Vilhjálmsdóttir🤍 (@birnaasif) View this post on Instagram A post shared by @emiliasolx View this post on Instagram A post shared by Birgitta R Birgis💕 (@birrgitta) Play Samkvæmislífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Ísak Snær Ægisson, fyrrverandi flugþjónn og meðlimur í starfsmannafélaginu, segir að hugmyndin hafi verið að skapa tilfinninguna að starfsfólkið væri farþegar í sínu síðasta flugi þar sem allt um borð væri frítt. Boðið var upp á standandi veitingar og opinn bar og sérstakur drykkjaseðill í klassískum PLAY-stíl vakti mikla lukku en að þessu sinni var allt á núll evrur. „Það var ólýsanlega gott fyrir okkur starfsfólkið að geta komið saman í síðasta skiptið og átt kvöldstund til að kveðjast, minnast góðra minninga og dansa og syngja saman. Við erum eins og ein stór fjölskylda og höfum eignast vini fyrir lífstíð,“ sagði Ísak Snær og bætir við: „Þetta var kvöld sem PLAY-fólkið mun seint gleyma.“ Skemmtikrafturinn og fyrrverandi flugfreyjan Eva Ruza stýrði kvöldinu af sinni alkunnu snilld. Hún steig á svið í rauða PLAY-uniforminu, flutti ávarp sitt af mikilli innlifun og hreif gesti með sér eins og henni einni er lagið. Seinna um kvöldið héldu Birnir, Bríet, Stuðlabandið og FM95BLÖ uppi fjörinu og var stemningin í hámarki. Eva Ruza skrifaði einlæga færslu á samfélagsmiðlum til fyrrverandi flugfólks PLAY. „Dear passengers. Welcome aboard this final flight. Buckle up, coz we are gonna party!!!!! Það var sannur heiður að fá að fylgja vinum mínum og starfsfólki hjá Play síðasta spölinn. Þau tóku ástfóstri við mér fyrir ári síðan og ég sömuleiðis þeim. Hef margoft flogið með þeim, unnið samfélagsmiðlaverkefni, og skemmt þeim oftar en einu sinni og oftar en tvisvar- og í kvöld was the last time. Love you all og gangi ykkur sem allra best í næstu ævintýrum þið frábæra fólk,“ skrifaði Eva í færslu á samfélagsmiðlum. Nokkrar valdar myndir úr kveðjupartýinu og innlegg frá fyrrum flugfreyjum PLAY má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by svanhvít anna (@svanhvitanna) View this post on Instagram A post shared by Birna Sif Vilhjálmsdóttir🤍 (@birnaasif) View this post on Instagram A post shared by @emiliasolx View this post on Instagram A post shared by Birgitta R Birgis💕 (@birrgitta)
Play Samkvæmislífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira