„Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2025 22:16 DeAndre Kane í úrslitaeinvíginu gegn Val í fyrra vísir/Anton DeAndre Kane snéri aftur í lið Grindavíkur í kvöld eftir þriggja leikja fjarveru af persónulegum ástæðum þar sem hann þurfti að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti að hans sögn án þess að fara nánar út í þá sálma. Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit