Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar 10. janúar 2025 12:02 Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir. Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun, heldur hefur hún fyrst og fremst snúist um að sverta þingmenn Flokks fólksins. Væntanlega er það vegna þess að ritstjórn Morgunblaðsins telur flokkinn vera höfuðandstæðinga auðmannanna sem eiga blaðið. Áratugum saman hafa slíkar greiðslur verið greiddar, stærstur hluti þeirra til þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, án þess að Morgunblaðið hafi gefið því gaum, en um leið og Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn, þá þykir Morgunblaðinu mjög mikilvægt að taka þetta til ítarlegrar umfjöllunar. Staðreyndin er sú að allir þingmenn landsbyggðarkjördæma fá þessar greiðslur óháð skráðu lögheimili, enda eru þær lögbundnar og ætlaðar til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart kjósendum kjördæmisins. Ef við tökum mig sem dæmi, nýkjörinn þingmann Norðausturkjördæmis, þá er heimili mitt annars vegar á Sauðárkróki, þar sem ég hef búið um áratugaskeið og hins vegar er ég með aðsetur hjá aldraðri móður minni í Norðurmýrinni í Reykjavík. Lögheimilið er engu að síður á Laugarvegi á Siglufirði, hjá skyldfólki þar sem ég hef haft annan fótinn inn á heimilinu frá barnæsku, m.a. þegar ég vann í fiski hjá Þormóði ramma. Ég hef engan ávinning af því að skrá lögheimili mitt á Siglufirði, annan en að geta kosið mig sjálfan í Alþingiskosningum. En mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að útsvarið mitt renni til þess kjördæmis sem ég er kjörinn fulltrúi fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir. Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun, heldur hefur hún fyrst og fremst snúist um að sverta þingmenn Flokks fólksins. Væntanlega er það vegna þess að ritstjórn Morgunblaðsins telur flokkinn vera höfuðandstæðinga auðmannanna sem eiga blaðið. Áratugum saman hafa slíkar greiðslur verið greiddar, stærstur hluti þeirra til þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, án þess að Morgunblaðið hafi gefið því gaum, en um leið og Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn, þá þykir Morgunblaðinu mjög mikilvægt að taka þetta til ítarlegrar umfjöllunar. Staðreyndin er sú að allir þingmenn landsbyggðarkjördæma fá þessar greiðslur óháð skráðu lögheimili, enda eru þær lögbundnar og ætlaðar til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart kjósendum kjördæmisins. Ef við tökum mig sem dæmi, nýkjörinn þingmann Norðausturkjördæmis, þá er heimili mitt annars vegar á Sauðárkróki, þar sem ég hef búið um áratugaskeið og hins vegar er ég með aðsetur hjá aldraðri móður minni í Norðurmýrinni í Reykjavík. Lögheimilið er engu að síður á Laugarvegi á Siglufirði, hjá skyldfólki þar sem ég hef haft annan fótinn inn á heimilinu frá barnæsku, m.a. þegar ég vann í fiski hjá Þormóði ramma. Ég hef engan ávinning af því að skrá lögheimili mitt á Siglufirði, annan en að geta kosið mig sjálfan í Alþingiskosningum. En mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að útsvarið mitt renni til þess kjördæmis sem ég er kjörinn fulltrúi fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun