Heimili Hanks rétt slapp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 10:50 Tom Hanks er heppinn. EPA-EFE/ANDRE PAIN Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010. Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025 Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Þessi vilja verða safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Þorgerður brák grafin úr gleymsku „Þú gerir heiminn að betri stað“ Ástin kviknaði á Humarhátíð Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Sælureitur Frosta og Helgu Gabríelu til sölu Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025
Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Þessi vilja verða safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Þorgerður brák grafin úr gleymsku „Þú gerir heiminn að betri stað“ Ástin kviknaði á Humarhátíð Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Sælureitur Frosta og Helgu Gabríelu til sölu Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Sjá meira