Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 16:29 Ísraelskir flugmenn á leið til árása í Jemen í morgun. Flugher Ísrael Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á Jemen. Eru þessar árásir sagðar viðbrögð við dróna- og eldflaugaárásum Húta á Ísrael á undanförnum vikum. Fyrr í vikunni vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á skotmörk sem þeir segja í eigu Húta. Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur. Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Forsvarsmenn flughers Ísrael segja rúmlega tuttugu flugvélar hafa komið að árásunum. Þar á meðal orrustuþotur, eldsneytisflugvélar og eftirlitsvélar. Þeir segja um fimmtíu sprengjum hafa verið varpað á þrjú skotmörk. Eitt þeirra er orkuver nærri Sanaa, höfuðborg Jemen. Hin tvö skotmörkin eru hafnir sem Hútar stjórna á vesturströnd landsins. The IDF releases footage of Israeli Air Force F-16I fighter jets taking off from the Ramon Airbase in southern Israel for the strikes against the Iran-backed Houthis in Yemen earlier. pic.twitter.com/kvVgznwmdi— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 10, 2025 Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að orkuverið sé mikilvægt Hútum og að Ísraelar muni ekki hætta að verja Ísrael gegn utanaðkomandi árásum. Herinn segir einnig að þó Hútar séu sjálfstæðir reiði þeir á stuðning og fjármagn frá Íran til að gera árásir á Ísrael. Hútar hafa á undanförnu ári skotið þó nokkrum stýri- og skotflaugum að Ísrael og flogið sjálfsprengidrónum þangað. Það segjast þeir gera af samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni. Hópurinn, sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Ráðamenn í Ísrael hafa að undanförnu hótað Hútum umfangsmiklum árásum. Í yfirlýsingu sem birt var í dag sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að Hútar myndu gjalda fyrir árásir sínar á ísrael. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir Israel Katz, varnarmálaráðherra, að Ísraelar muni elta leiðtoga Húta uppi. Enginn þeirra sé óhultur.
Jemen Ísrael Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38