Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 12:24 Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að segja skilið við pólitíkina. Kollegi hans og samstarfsmaður í ríkisstjórn til sjö ára, Sigurður Ingi Jóhannsson, er hins vegar ekki á förum miðað við síðustu yfirlýsingar hans. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira