„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:09 Myndin af Sigurjóni er fengin með góðfúslegu leyfi RÚV. RÚV/Valgeir Bragason Vísir/Vilhelm Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka. Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54