Slysið átti sér stað á A11-hraðbrautinni í nágrenni við Prenzlau norðaustur af Berlín, samkvæmt miðlinum Guardian. Auk hinna fjóru slösuðust sjö misalvarlega.
Enginn annar bíll átti þátt í slysinu og óljóst er hverjar orsakir þess eru. Hált var þó og snjóþekja á veginum. Hin látnu voru 29 ára kona og 48 ára karlmaður.
Samkvæmt umfjöllun Guardian var rútan á vegum þýska fyrirtækisins Flixbus og var á leið sinni til Póllands frá þýsku höfuðborginni þegar slysið átti sér stað. Nánar tiltekið til borgarinnar Szczecin á landamærunum með 13 farþega auk ökumanns.