Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 07:55 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur mannúðlega velferðarstjórn móteitrið við öfgahægristefnu og segist ætla að stjórna réttu megin við núllið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali hjá The Observer á vef Guardian. Þar ræðir hún um mótun nýrrar ríkisstjórnar, móteitrið við öfgahægristefnu og nýja leið til að stjórna. Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira