Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 10:01 Derrick Henry og Lamar Jackson voru frábærir með Baltimore Ravens í deildarkeppninni og ætlar greinilega að vera það líka í úrslitakeppninni. Getty/Alex Slitz Houston Texans og Baltimore Ravens fögnuðu sigri í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira