Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 10:01 Derrick Henry og Lamar Jackson voru frábærir með Baltimore Ravens í deildarkeppninni og ætlar greinilega að vera það líka í úrslitakeppninni. Getty/Alex Slitz Houston Texans og Baltimore Ravens fögnuðu sigri í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira