Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 20:00 Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn. Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira