Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. janúar 2025 22:37 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða. Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“ Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Píphljóð í bílum koma af mörgum ástæðum. Maður gæti verið að keyra með handbremsuna á eða ekki lokað skottinu nægilega vel. Bíllinn lætur mann vita ef maður hefur gleymt að fara í belti eða opnað hurðina án þess að slökkva á ljósunum. Og nú bætast ný og fleiri við í flóruna. Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins er bílaframleiðendum skylt að láta bílinn gefa frá sér hljóð þegar ekið er yfir hámarkshraða. Það er hægt að slökkva tímabundið á hljóðmerkinu en stillingin endurræsir sig í hvert sinn sem kveikt er á bílnum á ný. Þetta er gert til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Margir hafa kvartað yfir þessari nýju breytingu og segja hljóðin trufla þegar það á ekki við. „Margir kvarta yfir því að þetta sé mjög svo truflandi. Sérstaklega ef þetta er að pípa í tíma og ótíma þá hættir viðkomandi að taka eftir þessu,“ segir Runólfur Ólafsson formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda Hérna pípir hann einmitt því ég var á fimmtíu götu sem varð að þrjátíu og ég var ekki nógu fljótur að hægja á mér. „Þarna kemur á móti að þú verður alveg meðvitaður ef þú hefur ekki verið með fulla athygli við aksturinn að þú ert kominn á götu sem er með lægri hámarkshraða en gatan sem þú varst á,“ segir Runólfur. Í Evrópu eru dæmi um að ökumenn sem slökkva á hljóðinu og lenda í slysinu fái skertar eða engar bætur frá tryggingafélaginu. Því segir Runólfur að besta ráðið til að losna við það sé einfaldlega að aka á réttum hraða. Og í framtíðinni gæti þessi búnaður nýst í fleiri verkefni. „Menn sjá líka fyrir sér að innan ekki svo langs tíma verði hugsanlega hægt að grípa inn í og setja á ákveðnum svæðum allan hraða niður þannig að ökumenn geti ekki farið yfir ákveðinn hámarkshraða. Það gæti til dæmis verið ákveðið í Kvosinni í Reykjavík að yrði 30 kílómetra hámarkshraði og um leið og bíllinn fer inn í ákveðið svæði þá kemst bíllinn ekki hraðar en þrjátíu kílómetra.“
Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira