Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Frank Anguissa minntist Daniele eftir að hafa skorað fyrir Napoli í gær. Getty Leikmenn Napoli léku í gær fyrir stuðningsmann sinn og vin, Daniele, sem lést nýverið aðeins 13 ára gamall eftir baráttu við hvítblæði. Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn