Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Frank Anguissa minntist Daniele eftir að hafa skorað fyrir Napoli í gær. Getty Leikmenn Napoli léku í gær fyrir stuðningsmann sinn og vin, Daniele, sem lést nýverið aðeins 13 ára gamall eftir baráttu við hvítblæði. Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira