Segir tímann ekki lækna sorgina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 13:00 Naya Rivera lést af slysförum árið 2020. Barnsfaðir hennar Ryan Dorsey saknar hennar stöðugt. Vittorio Zunino Celotto/Getty Images Leikarinn Ryan Dorsey er enn í miklum sárum eftir fráfall fyrrverandi konu hans Nayu Rivera en hún lést í júlí 2020. Naya hefði átt afmæli í gær og birti Ryan einlæga og sorglega færslu til hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Naya Rivera sló í gegn í hinum gríðarlega vinsælu söngleikjaþáttum Glee sem klappstýran Santana Lopez. Þann 8. júlí 2020 drukknaði Naya í Lake Peru í Kaliforníu þar sem hún hafði verið ein í fríi ásamt syni hennar og Ryans. View this post on Instagram A post shared by Naya Rivera (@nayarivera) Naya og Ryan byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2010 en áttu ekki eftir að verða að pari fyrr en nokkrum árum síðar. Þau giftu sig í leyni og samband þeirra var oft á tíðum stormasamt en þrátt fyrir að Naya hafi verið búin að sækja um skilnað settu þau son sinn í fyrsta sæti og héldu góðu sambandi. Í tilefni af afmælisdegi Nayu, sem hefði orðið 38 ára, skrifar Ryan: „Til hamingju með himneskt afmælið þitt. Fimm afmælisdagar síðan þú fórst. Á hverjum degi koma upp hugsanir um hvernig þetta fór úrskeiðis.“ View this post on Instagram A post shared by Ryan Dorsey (@dorseyryan) Hann segist jafnframt stöðugt sjá hana ljóslifandi fyrir sér og það flakki á milli gleði og sorgar. „Ég skýst aftur um fimmtán ár þegar ég heyri ákveðið lag og ég hristi enn oft höfuðið og trúi ekki að þetta sé raunveruleikinn. Þau segja að tíminn lækni öll sár en sorg á ekki við um það. Ég er að gera mitt allra besta fyrir son okkar JoJo Binx. Eftir því sem tíminn líður sit ég oftar með sjálfum mér og hugsa. Ég rifja upp góða tíma frá okkur, eins og þessi mynd úr fortíðinni sem ég deili hér en vá hvað þetta stingur mikið ennþá. Fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta, komið vel fram við fólkið sem þið elskið. Þið vitið aldrei hvenær þið knúsið það í síðasta skipti.“ Hollywood Sorg Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Naya Rivera sló í gegn í hinum gríðarlega vinsælu söngleikjaþáttum Glee sem klappstýran Santana Lopez. Þann 8. júlí 2020 drukknaði Naya í Lake Peru í Kaliforníu þar sem hún hafði verið ein í fríi ásamt syni hennar og Ryans. View this post on Instagram A post shared by Naya Rivera (@nayarivera) Naya og Ryan byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2010 en áttu ekki eftir að verða að pari fyrr en nokkrum árum síðar. Þau giftu sig í leyni og samband þeirra var oft á tíðum stormasamt en þrátt fyrir að Naya hafi verið búin að sækja um skilnað settu þau son sinn í fyrsta sæti og héldu góðu sambandi. Í tilefni af afmælisdegi Nayu, sem hefði orðið 38 ára, skrifar Ryan: „Til hamingju með himneskt afmælið þitt. Fimm afmælisdagar síðan þú fórst. Á hverjum degi koma upp hugsanir um hvernig þetta fór úrskeiðis.“ View this post on Instagram A post shared by Ryan Dorsey (@dorseyryan) Hann segist jafnframt stöðugt sjá hana ljóslifandi fyrir sér og það flakki á milli gleði og sorgar. „Ég skýst aftur um fimmtán ár þegar ég heyri ákveðið lag og ég hristi enn oft höfuðið og trúi ekki að þetta sé raunveruleikinn. Þau segja að tíminn lækni öll sár en sorg á ekki við um það. Ég er að gera mitt allra besta fyrir son okkar JoJo Binx. Eftir því sem tíminn líður sit ég oftar með sjálfum mér og hugsa. Ég rifja upp góða tíma frá okkur, eins og þessi mynd úr fortíðinni sem ég deili hér en vá hvað þetta stingur mikið ennþá. Fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta, komið vel fram við fólkið sem þið elskið. Þið vitið aldrei hvenær þið knúsið það í síðasta skipti.“
Hollywood Sorg Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira