Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2025 11:24 Klara Sveinsdóttir hefur starfað hjá kerecis frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum. Klara Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri líftæknifyrirtækisins Arterna Biosciences. Klara kemur til Arterna Biosciences frá Kerecis en þar hefur hún starfað frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum. Í tilkynningu frá Arterna Biosciences kemur fram að hjá Kerecis hafi Klara meðal annars gegnt framkvæmdastjórastöðum, verið ábyrg fyrir sölu og viðskiptaþróun í Evrópu og Asíu, gæða- og skráningarmálum og framleiðslu og vöruþróun félagsins. Klara starfaði áður hjá Icepharma og Actavis og býr að áralangri reynslu í lyfjageiranum. Hún er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Klara býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á markaðssetningu líftækniafurða og þeim þróunarferlum sem ung líftæknifyrirtæki vinna eftir. Við hjá Arterna erum mjög spennt að fá Klöru í þetta hlutverk og hlökkum til að vinna með henni að framtíðarverkefnum félagsins“ segir Margrét Helga Ögmundsdóttir, einn stofnenda Arterna Biosciences. Auk Margrétar Helgu, eru Eiríkur Steingrímsson og Steingrímur Stefánsson stofnendur fyrirtækisins. Mikil framþróun Í tilkynningunni segir að Arterna Biosciences hafi verið stofnað árið 2021 og þróað nýjar lausnir til þess að bæta gæði RNA í framleiðslu. Gæði RNA séu lykilatriði þegar komi að virkni RNA lyfja og rannsókna sem byggja á líffræði RNA. „Undanfarin ár hefur orðið mikil framþróun í nýrri tækni sem gerir kleift að nýta RNA sameindir sem lyfjaform. Bóluefni hafa verið þróuð og samþykkt sem RNA lyf. Verið er að þróa RNA meðferðarmöguleika við margvíslegum sjúkdómum svo sem krabbameinum. Mörg lyfjamörk eru í þróun og viðbúið að bylting verði á þessu sviði á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægt að koma á markað sem fyrst Haft er eftir Klöru að hún sé gríðarlega spennt fyrir þeim nýjungum sem Arterna hafi þróað og telji afar mikilvægt að koma þeim á markað sem fyrst. „Vörurnar eru einkum miðaðar að RNA lyfjaframleiðslu en ná einnig til líftæknifyrirtækja og rannsóknastofnana. Áhersla fyrirtækisins á að bæta gæði RNA lyfja er mikilvæg þegar fjölmörg RNA lyf eru í þróun á heimsvísu og því eru spennandi tímar framundan,“ segir Klara. Líftækni Vistaskipti Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Í tilkynningu frá Arterna Biosciences kemur fram að hjá Kerecis hafi Klara meðal annars gegnt framkvæmdastjórastöðum, verið ábyrg fyrir sölu og viðskiptaþróun í Evrópu og Asíu, gæða- og skráningarmálum og framleiðslu og vöruþróun félagsins. Klara starfaði áður hjá Icepharma og Actavis og býr að áralangri reynslu í lyfjageiranum. Hún er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Klara býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á markaðssetningu líftækniafurða og þeim þróunarferlum sem ung líftæknifyrirtæki vinna eftir. Við hjá Arterna erum mjög spennt að fá Klöru í þetta hlutverk og hlökkum til að vinna með henni að framtíðarverkefnum félagsins“ segir Margrét Helga Ögmundsdóttir, einn stofnenda Arterna Biosciences. Auk Margrétar Helgu, eru Eiríkur Steingrímsson og Steingrímur Stefánsson stofnendur fyrirtækisins. Mikil framþróun Í tilkynningunni segir að Arterna Biosciences hafi verið stofnað árið 2021 og þróað nýjar lausnir til þess að bæta gæði RNA í framleiðslu. Gæði RNA séu lykilatriði þegar komi að virkni RNA lyfja og rannsókna sem byggja á líffræði RNA. „Undanfarin ár hefur orðið mikil framþróun í nýrri tækni sem gerir kleift að nýta RNA sameindir sem lyfjaform. Bóluefni hafa verið þróuð og samþykkt sem RNA lyf. Verið er að þróa RNA meðferðarmöguleika við margvíslegum sjúkdómum svo sem krabbameinum. Mörg lyfjamörk eru í þróun og viðbúið að bylting verði á þessu sviði á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægt að koma á markað sem fyrst Haft er eftir Klöru að hún sé gríðarlega spennt fyrir þeim nýjungum sem Arterna hafi þróað og telji afar mikilvægt að koma þeim á markað sem fyrst. „Vörurnar eru einkum miðaðar að RNA lyfjaframleiðslu en ná einnig til líftæknifyrirtækja og rannsóknastofnana. Áhersla fyrirtækisins á að bæta gæði RNA lyfja er mikilvæg þegar fjölmörg RNA lyf eru í þróun á heimsvísu og því eru spennandi tímar framundan,“ segir Klara.
Líftækni Vistaskipti Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira