Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 16:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Einar Árnason Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair. Að sögn Einar Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, hefur félagið gert svokallaðan rammasamning við ríkið en einstaka stofnanir þurfi að virkja samninginn fyrir sitt leyti svo unnt sé að nota hann. Það hafi aðeins lítill hluti opinberra stofnanna gert. „Síðan við fengum rammasamning við ríkið, sem hefur verið í gildi 2023 og 2024, tvö ár, þá hafa stofnanir ríkisins keypt miða af okkur fyrir níu milljónir króna en samtals fyrir 640 milljónir. Þannig að við erum með um 1,4 prósent af keyptum flugmiðum. Eitthvað af því er innanlandsflug eða til borga sem við fljúgum ekki til en umsvif okkar eru auðvitað ansi mikið meiri en þetta gefur til kynna.“ Fólki beint til Icelandair Einar Örn segir að málið hafi komist í hámæli innan Play þegar starfsmaður félagsins þurfti að komast til borgar í Evrópu til þess að sækja sér læknisþjónustu. Play er eina flugfélagið sem flýgur beint til umræddrar borgar. Sjúkratryggingar Íslands, sem er sú stofnun ríkisins sem flesta flugmiða kaupir, hafi beint starfsmanninum til Icelandair, sem gat aðeins boðið upp á flug með millilendingu. Þegar starfsmaðurinn hafi spurt hvort ekki væri hægt að fljúga honum beint með Play frekar hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að greiða fargjaldið með Play úr eigin vasa og fá það endurgreitt. Starfsmaðurinn hafi ekki verið aflögufær og því þegið far með Icelandair, með millilendingu. „Þetta er alveg örugglega dýrara fyrir Sjúkratryggingar og í þessu tilfelli mjög umhendis fyrir starfsmanninn.“ Hafa ítrekað rætt við Sjúkratryggingar Sem áður segir er engin stofnun ríkisins sem kaupir fleiri flugmiða en Sjúkratryggingar Íslands. Því segir Einar Örn að forsvarsmenn Play hafi lengi reynt að fá stofnunina til þess að virkja rammasamning. Ítrekað hafi verið fundað með stjórnendum stofnunarinnar en samningurinn fáist enn ekki virkjaður. Hjá Icelandair starfar sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem fólki er bent á hafa samband við á vef Sjúkratrygginga. Sá starfsmaður sér þá um að bóka flugið og innheimta hjá Sjúkratryggingum, án þess að sá sem flugið nýtir borgi fyrir. Einar Örn segir það ekki standa á Play að koma á fót slíku kerfi sín megin og að Sjúkratryggingar fáist hreinlega ekki til að virkja rammasamninginn. Árið 2023 hafi SÍ greitt 86 milljónir króna fyrir fargjöld og 63 milljónir króna í fyrra. Reikna megi með því að meginþorri þeirra greiðslna hafi runnið til Icelandair. Enda sé ekki hlaupið að því fyrir fólk sem þarf að sækja lækniþjónustu erlendis að leggja út fyrir þeim kostnaði. Þá séu tugir flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi og því væri eðlilegast að fólk gæti snúið sér til óháðrar ferðaskrifstofu. Leti eða punktum um að kenna Einar Örn segist hafa rætt það ítrekað í gegnum tíðina við hina ýmsu stjórnmálamenn og embættismenn hvers vegna stofnanir ríkisins versli ekki við önnur flugfélög en Icelandair. „Annað hvort er þetta einhver leti eða það finnst öllum voða kósí að fá vildarpunktana. Ég veit ekki hvað það er en það gerir allavega enginn neitt. Kannski vilja alþingismenn, og starfsmenn Ríkisskattstjóra og Samkeppniseftirlitsins, og allir sem ættu að gera eitthvað í málinu, fá punktana. Svo þeir gera bara ekki neitt.“ Vísir hefur sent Sjúkratryggingum Íslands fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um það hverju sætir að rammasamningur er ekki virkjaður við önnur flugfélög en Icelandair. Henni hefur ekki verið svarað. Play Icelandair Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Að sögn Einar Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, hefur félagið gert svokallaðan rammasamning við ríkið en einstaka stofnanir þurfi að virkja samninginn fyrir sitt leyti svo unnt sé að nota hann. Það hafi aðeins lítill hluti opinberra stofnanna gert. „Síðan við fengum rammasamning við ríkið, sem hefur verið í gildi 2023 og 2024, tvö ár, þá hafa stofnanir ríkisins keypt miða af okkur fyrir níu milljónir króna en samtals fyrir 640 milljónir. Þannig að við erum með um 1,4 prósent af keyptum flugmiðum. Eitthvað af því er innanlandsflug eða til borga sem við fljúgum ekki til en umsvif okkar eru auðvitað ansi mikið meiri en þetta gefur til kynna.“ Fólki beint til Icelandair Einar Örn segir að málið hafi komist í hámæli innan Play þegar starfsmaður félagsins þurfti að komast til borgar í Evrópu til þess að sækja sér læknisþjónustu. Play er eina flugfélagið sem flýgur beint til umræddrar borgar. Sjúkratryggingar Íslands, sem er sú stofnun ríkisins sem flesta flugmiða kaupir, hafi beint starfsmanninum til Icelandair, sem gat aðeins boðið upp á flug með millilendingu. Þegar starfsmaðurinn hafi spurt hvort ekki væri hægt að fljúga honum beint með Play frekar hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að greiða fargjaldið með Play úr eigin vasa og fá það endurgreitt. Starfsmaðurinn hafi ekki verið aflögufær og því þegið far með Icelandair, með millilendingu. „Þetta er alveg örugglega dýrara fyrir Sjúkratryggingar og í þessu tilfelli mjög umhendis fyrir starfsmanninn.“ Hafa ítrekað rætt við Sjúkratryggingar Sem áður segir er engin stofnun ríkisins sem kaupir fleiri flugmiða en Sjúkratryggingar Íslands. Því segir Einar Örn að forsvarsmenn Play hafi lengi reynt að fá stofnunina til þess að virkja rammasamning. Ítrekað hafi verið fundað með stjórnendum stofnunarinnar en samningurinn fáist enn ekki virkjaður. Hjá Icelandair starfar sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem fólki er bent á hafa samband við á vef Sjúkratrygginga. Sá starfsmaður sér þá um að bóka flugið og innheimta hjá Sjúkratryggingum, án þess að sá sem flugið nýtir borgi fyrir. Einar Örn segir það ekki standa á Play að koma á fót slíku kerfi sín megin og að Sjúkratryggingar fáist hreinlega ekki til að virkja rammasamninginn. Árið 2023 hafi SÍ greitt 86 milljónir króna fyrir fargjöld og 63 milljónir króna í fyrra. Reikna megi með því að meginþorri þeirra greiðslna hafi runnið til Icelandair. Enda sé ekki hlaupið að því fyrir fólk sem þarf að sækja lækniþjónustu erlendis að leggja út fyrir þeim kostnaði. Þá séu tugir flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi og því væri eðlilegast að fólk gæti snúið sér til óháðrar ferðaskrifstofu. Leti eða punktum um að kenna Einar Örn segist hafa rætt það ítrekað í gegnum tíðina við hina ýmsu stjórnmálamenn og embættismenn hvers vegna stofnanir ríkisins versli ekki við önnur flugfélög en Icelandair. „Annað hvort er þetta einhver leti eða það finnst öllum voða kósí að fá vildarpunktana. Ég veit ekki hvað það er en það gerir allavega enginn neitt. Kannski vilja alþingismenn, og starfsmenn Ríkisskattstjóra og Samkeppniseftirlitsins, og allir sem ættu að gera eitthvað í málinu, fá punktana. Svo þeir gera bara ekki neitt.“ Vísir hefur sent Sjúkratryggingum Íslands fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um það hverju sætir að rammasamningur er ekki virkjaður við önnur flugfélög en Icelandair. Henni hefur ekki verið svarað.
Play Icelandair Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. 10. janúar 2025 11:40