Innlent

Ekki sést síðan í að­draganda gossins í Holu­hrauni 2014

Atli Ísleifsson skrifar
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu klukkan 06:08 í morgun. Myndin er úr safni.
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu klukkan 06:08 í morgun. Myndin er úr safni. Vísir/RAX

Skjálftavirknin í Bárðarbungu datt hratt niður um klukkan níu eftir að hafa hafist af miklum þunga upp úr klukkan sex í morgun. Viðlíka skjálftavirkni hefur þó ekki sést á svæðinu síðan í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni 2014.

Þetta kemur fram á Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands skömmu fyrir klukkan 10. Þar segir að einungis hafi einn smáskjálfti mælst milli klukkan níu og tíu.

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu klukkan 06:08 í morgun og var sá stærsti 4,8 að stærð klukkan rétt rúmlega átta. Nokkrir skjálftar hafa mælst yfir 4 að stærð.

Í færslunni segir að skjálftarnir séu að mestu einangraðir við norðanverða öskju Bárðabungu, undir miðjum jökli. Ekki hafi verið staðfest að um kvikuhlaup sé að ræða, kraftur og þéttni jarðskjálfta sé sterk vísbending um það.

„Álíka skjálftavirkni í Bárðabungu hefur ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni 2014. Þá stóð yfir mikil skjálftavirkni í um 10 daga áður eldgos hófst,“ segir í færslunni.


Tengdar fréttir

Óvenju­leg skjálfta­hrina í Bárðar­bungu

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×