Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 11:47 Hinn spænski Juan Bernabe og örninn Ólympía hafa unnið saman á heimaleikjum SS Lazio frá því 2010. Getty Lazio hefur rekið arnatemjarann Juan Bernabe fyrir að birta myndir af typpi sínu á samfélagsmiðlum eftir reðurígræðslu. Bernabe hefur áður verið vikið úr starfi hjá klúbbnum fyrir að fagna með fasistakveðju og hylla Mussolini. Hinn 56 ára spænski Juan Bernabe hefur verið hjá Lazio frá 2010 og séð um að þjálfa örninn Olympíu, lukkudýr félagsins, sem flýgur yfir völlinn á öllum heimaleikjum Lazio. Þeir félagar hafa verið afar vinsælir meðal stuðningsmanna félagsins. Juan Bernabe og Ólympía fagna með leikmönnunum Felipe Anderson, Pedro Rodriguez og Romano Floriani Mussolini eftir sigur liðsins á AS Roma 2023.Getty Olympía mætir þó ekki á heimaleiki liðsins í bili. Ástæðan er að Bernabe fór í reðurígræðslu til að viðhalda virkni sinni og ákvað í kjölfarið að birta myndir af limnum á samfélagsmiðlum. Lazio birti tilkynningu á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðlum í gær þar sem greint var frá brottrekstri Bernabe. Þar kom fram að í ljósi „alvarleika hegðunar“ Hr. Juans Bernabe hefði félagið rekið hann tafarlaust og slitið öllum tengslum við hann. „Félagið er meðvitað um þann sameiginlega missi sem örninn mun valda aðdáendum í næstu heimaleikjum, en trúir því að það sé ekki mögulegt fyrir neinn, sérstaklega í ljósi sögulegs tákns arnarins, að vera tengdur við manneskju sem af eigin frumkvæði ákvað að gera áframhald sambandsins ótækt,“ sagði einnig í tilkynningunni. Comunicato ufficiale ➡️ https://t.co/ODGqk6J4rb pic.twitter.com/35gPhXsk9k— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) January 13, 2025 Hvorki reykir né drekkur en elskar kynlíf Bernabe ákvað að skýra sína hlið á málinu í viðtali á ítalska útvarpsþættinum La Zanzara þar sem hann ítrekaði nauðsyn aðgerðarinnar. „Ég fór í aðgerðina til að auka kynferðisleg afköst mín af því ég er mjög virkur,“ sagði hann og bætti svo við: „Ég þarf að fá fullnægingu í hvert sinn sem ég á frítíma. Þetta var frábær aðgerð.“ Þá sagðist hann hafa farið í aðgerðina til að verða jafn virkur og þegar hann var yngri. „Holdris mitt er náttúrulegt en með þessu tæki get ég ýtt á takka sem leyfir mér að stjórna bæði standpínunni og tímalengd hennar,“ sagði hann í því samhengi. Juan Bernabe er ekki alls óumdeildur.Getty „Samviska mín er hrein. Ég birti myndirnar bara til að upplýsa fólk um aðgerðina. Fyrir mér er nekt náttúruleg því ég ólst upp í strípalingafjölskyldu og með opinn hug. Ég skil ekki hvernig myndin mín tengist klámi á nokkurn hátt,“ sagðði hann. Bernabe talaði einnig mikið um kynlíf sitt í þættinum „Allir elska kynlíf. Ég drekk ekki, ég reyki ekki og ég tek ekki eiturlyf, en ég elska kynlíf eins og allir karlmenn og karlmenn reyna alltaf að auka kynferðislega getu sína,“ sagði hann. Hann sagðist búa með maka sínum en líka stunda kynlíf með öðrum konum. „Konan sem er með mér veit þetta því hún skilur að fyrir mér er kynlíf nauðsyn, hún er með mjög opin hug. Ég myndi vilja stunda kynlíf einu sinni til tvisvar á dag.“ Juan Bernabe og Ólympía eru náin.Getty Ekki fasisti en dáir Mussolini Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bernabe lendir í vandræðum. Árið 2021 náðist myndband af honum fagna með fasistakveðju og hrópa „Duce, Duce“ í fullum Lazio-skrúða með örninn á öxlinni eftir sigur Lazio á Inter. Skjáskot úr óskýru myndbandi af fasistakveðju Bernabe fyrir fjórum árum. Fasistakveðjann felst í því að lyfta hægri handlegg beint fram þannig lófinn vísi niður. Duce þýðir foringi og er vísun í fasistann Benito Mussolini sem var kallaður Il Duce. Bernabe sagðist enginn fasisti vera heldur væri hann aðdándi Mussolini og sæi ekki eftir atvikinu. Bernabe var ráðinn aftur að nokkrum tíma liðnum og svaraði fyrir sig í fjölmiðlum. „Ég sé ekki eftir þessu af því ég dái Mussolini, hann gerði frábæra hluti fyrir Ítalíu rétt eins og Franco fyrir Spán,“ sagði hann í viðtali við Il Messaggero. „Ég dáist að þeim báðum og er stoltur af því.“ „Ég fæddist í hernum og kem úr hægrisinniðum kúltúr. Ég styð VOX eins og margir fótboltavinir mínir og ég er stoltur af því,“ sagði hann einnig í viðtalinu en VOX er popúlískur öfgahægriflokkur á Spáni. Ítalía Fótbolti Fuglar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Hinn 56 ára spænski Juan Bernabe hefur verið hjá Lazio frá 2010 og séð um að þjálfa örninn Olympíu, lukkudýr félagsins, sem flýgur yfir völlinn á öllum heimaleikjum Lazio. Þeir félagar hafa verið afar vinsælir meðal stuðningsmanna félagsins. Juan Bernabe og Ólympía fagna með leikmönnunum Felipe Anderson, Pedro Rodriguez og Romano Floriani Mussolini eftir sigur liðsins á AS Roma 2023.Getty Olympía mætir þó ekki á heimaleiki liðsins í bili. Ástæðan er að Bernabe fór í reðurígræðslu til að viðhalda virkni sinni og ákvað í kjölfarið að birta myndir af limnum á samfélagsmiðlum. Lazio birti tilkynningu á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðlum í gær þar sem greint var frá brottrekstri Bernabe. Þar kom fram að í ljósi „alvarleika hegðunar“ Hr. Juans Bernabe hefði félagið rekið hann tafarlaust og slitið öllum tengslum við hann. „Félagið er meðvitað um þann sameiginlega missi sem örninn mun valda aðdáendum í næstu heimaleikjum, en trúir því að það sé ekki mögulegt fyrir neinn, sérstaklega í ljósi sögulegs tákns arnarins, að vera tengdur við manneskju sem af eigin frumkvæði ákvað að gera áframhald sambandsins ótækt,“ sagði einnig í tilkynningunni. Comunicato ufficiale ➡️ https://t.co/ODGqk6J4rb pic.twitter.com/35gPhXsk9k— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) January 13, 2025 Hvorki reykir né drekkur en elskar kynlíf Bernabe ákvað að skýra sína hlið á málinu í viðtali á ítalska útvarpsþættinum La Zanzara þar sem hann ítrekaði nauðsyn aðgerðarinnar. „Ég fór í aðgerðina til að auka kynferðisleg afköst mín af því ég er mjög virkur,“ sagði hann og bætti svo við: „Ég þarf að fá fullnægingu í hvert sinn sem ég á frítíma. Þetta var frábær aðgerð.“ Þá sagðist hann hafa farið í aðgerðina til að verða jafn virkur og þegar hann var yngri. „Holdris mitt er náttúrulegt en með þessu tæki get ég ýtt á takka sem leyfir mér að stjórna bæði standpínunni og tímalengd hennar,“ sagði hann í því samhengi. Juan Bernabe er ekki alls óumdeildur.Getty „Samviska mín er hrein. Ég birti myndirnar bara til að upplýsa fólk um aðgerðina. Fyrir mér er nekt náttúruleg því ég ólst upp í strípalingafjölskyldu og með opinn hug. Ég skil ekki hvernig myndin mín tengist klámi á nokkurn hátt,“ sagðði hann. Bernabe talaði einnig mikið um kynlíf sitt í þættinum „Allir elska kynlíf. Ég drekk ekki, ég reyki ekki og ég tek ekki eiturlyf, en ég elska kynlíf eins og allir karlmenn og karlmenn reyna alltaf að auka kynferðislega getu sína,“ sagði hann. Hann sagðist búa með maka sínum en líka stunda kynlíf með öðrum konum. „Konan sem er með mér veit þetta því hún skilur að fyrir mér er kynlíf nauðsyn, hún er með mjög opin hug. Ég myndi vilja stunda kynlíf einu sinni til tvisvar á dag.“ Juan Bernabe og Ólympía eru náin.Getty Ekki fasisti en dáir Mussolini Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bernabe lendir í vandræðum. Árið 2021 náðist myndband af honum fagna með fasistakveðju og hrópa „Duce, Duce“ í fullum Lazio-skrúða með örninn á öxlinni eftir sigur Lazio á Inter. Skjáskot úr óskýru myndbandi af fasistakveðju Bernabe fyrir fjórum árum. Fasistakveðjann felst í því að lyfta hægri handlegg beint fram þannig lófinn vísi niður. Duce þýðir foringi og er vísun í fasistann Benito Mussolini sem var kallaður Il Duce. Bernabe sagðist enginn fasisti vera heldur væri hann aðdándi Mussolini og sæi ekki eftir atvikinu. Bernabe var ráðinn aftur að nokkrum tíma liðnum og svaraði fyrir sig í fjölmiðlum. „Ég sé ekki eftir þessu af því ég dái Mussolini, hann gerði frábæra hluti fyrir Ítalíu rétt eins og Franco fyrir Spán,“ sagði hann í viðtali við Il Messaggero. „Ég dáist að þeim báðum og er stoltur af því.“ „Ég fæddist í hernum og kem úr hægrisinniðum kúltúr. Ég styð VOX eins og margir fótboltavinir mínir og ég er stoltur af því,“ sagði hann einnig í viðtalinu en VOX er popúlískur öfgahægriflokkur á Spáni.
Ítalía Fótbolti Fuglar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira