Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 11:25 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans virðast hitta í mark hjá breskum kjósendum um þessar mundir. Vísir/EPA Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Aðeins munar einu prósentustigi á fylgi Verkamannaflokksins og Umbótaflokksins (e. Reform) í könnun Yougov, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn mælist með 26 prósent, Umbótaflokkurinn 25 prósent og Íhaldsflokkurinn 22 prósent. Umbótaflokkurinn bætir gríðarlega við sig frá kosningunum í júlí en þá hlaut hann fjórtán prósent atkvæða. Hann er nú með fimm þingmenn af 650 á breska þinginu. Hann mældist stærri en Íhaldsflokkurinn í sumum könnunum fyrir kosningar en það gekk ekki eftir þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum. Að sama skapi tapar Verkamannaflokkurinn töluverðu fylgi frá kosningum en hann hlaut 33,7 prósent atkvæða og hreinan þingmeirihluta. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast frá kosningum, meðal annars vegna umdeildra skattahækkanaáforma. Aðeins 54 prósent kjósenda flokksins í kosningunum segjast myndu kjósa hann í dag. Þrátt fyrir fylgisaukninguna hefur Umbótaflokkurinn ekki siglt lygnan sjó upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringur og nánasti ráðgjafi Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um þessar mundir, lýsti yfir stuðningi við flokkinn en vill koma Farage frá sem leiðtoga. Farage stofnaði flokkinn árið 2018 en þá hét hann Brexit-flokkurinn. Hann átti meðal annars sæti á Evrópuþinginu. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Aðeins munar einu prósentustigi á fylgi Verkamannaflokksins og Umbótaflokksins (e. Reform) í könnun Yougov, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn mælist með 26 prósent, Umbótaflokkurinn 25 prósent og Íhaldsflokkurinn 22 prósent. Umbótaflokkurinn bætir gríðarlega við sig frá kosningunum í júlí en þá hlaut hann fjórtán prósent atkvæða. Hann er nú með fimm þingmenn af 650 á breska þinginu. Hann mældist stærri en Íhaldsflokkurinn í sumum könnunum fyrir kosningar en það gekk ekki eftir þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum. Að sama skapi tapar Verkamannaflokkurinn töluverðu fylgi frá kosningum en hann hlaut 33,7 prósent atkvæða og hreinan þingmeirihluta. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast frá kosningum, meðal annars vegna umdeildra skattahækkanaáforma. Aðeins 54 prósent kjósenda flokksins í kosningunum segjast myndu kjósa hann í dag. Þrátt fyrir fylgisaukninguna hefur Umbótaflokkurinn ekki siglt lygnan sjó upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringur og nánasti ráðgjafi Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um þessar mundir, lýsti yfir stuðningi við flokkinn en vill koma Farage frá sem leiðtoga. Farage stofnaði flokkinn árið 2018 en þá hét hann Brexit-flokkurinn. Hann átti meðal annars sæti á Evrópuþinginu.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira