Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 12:01 Eldur sem kviknaði eftir drónaárás í Rússlandi í nótt. Skjáskot Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. Rússar segja mikinn fjölda dróna hafa verið notaða til árásanna og sömuleiðis hafi Úkraínumenn notað vestrænar stýriflaugar. Ef marka má rússneska herbloggara voru árásir gerðar á skotmörk víðsvegar um Rússland með um það bil tvö hundruð drónum. Flestar árásirnar virðast hafa beinst að hergagnaverksmiðjum, vöruskemmum og olíu- og gasvinnsluinnviðum. Rússar hafa birt fjölmörg myndbönd af sprengingum og stærðarinnar bálum eftir árásir næturinnar, þrátt fyrir að bloggarar hafi haldið því fram að flestum drónanna og stýriflauganna hafi verið grandað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur enn sem komið er lítið sagt um árásirnar, annað en að sex ATACMS eldflaugar og sex Storm Shadow stýriflaugar hafi verið skotnar niður yfir Bryansk-héraði. Hversu miklum skaða árásirnar ollu er óljóst, að svo stöddu. Overnight, more than 100 drones attacked Russia, with explosions reported in 12 regions. Fires broke out at the Orgsintez plant in Kazan and an oil depot in Engels, while explosions were heard in Tambov, Voronezh, Tula, Orel, and Rostov regions. Airports in four cities were… pic.twitter.com/by36E0B5lg— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 14, 2025 Ríkisstjóri Saratov-héraðs í Rússlandi sagði frá því í morgun að árásir hefðu verið gerðar á borgirnar Saratov og Engels, sem liggja vil Volgu. Fjölmargir drónar hafi verið notaðir og að árásirnar hafi valdið skaða á tveimur verksmiðjum. Skólum í borginni var lokað í morgun vegna elda sem loga þar, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg árás Úkraínumanna á Engels í síðustu viku kveikti eld í olíugeymslustöð sem tók fimm daga að slökkva. Varnarmálaráðuneyti Úkraínumanna segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á olíugeymslu í Engels, efnaverksmiðju í Seltso sem notuð er til að framleiða sprengiefni og annað og tvær olíuvinnslur. On January 14, Ukraine's Defense Forces carried out the largest attack on russian military facilities, targeting locations 200 to 1,100 km deep inside russia.@GeneralStaffUA reports on the aftermath of this operation. The targets were hit in the Bryansk, Saratov, and Tula… pic.twitter.com/N4Wdzmpn8R— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 14, 2025 Uppfært: Yfirlýsingu Úkraínumanna hefur verið bætt við fréttina. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Rússar segja mikinn fjölda dróna hafa verið notaða til árásanna og sömuleiðis hafi Úkraínumenn notað vestrænar stýriflaugar. Ef marka má rússneska herbloggara voru árásir gerðar á skotmörk víðsvegar um Rússland með um það bil tvö hundruð drónum. Flestar árásirnar virðast hafa beinst að hergagnaverksmiðjum, vöruskemmum og olíu- og gasvinnsluinnviðum. Rússar hafa birt fjölmörg myndbönd af sprengingum og stærðarinnar bálum eftir árásir næturinnar, þrátt fyrir að bloggarar hafi haldið því fram að flestum drónanna og stýriflauganna hafi verið grandað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur enn sem komið er lítið sagt um árásirnar, annað en að sex ATACMS eldflaugar og sex Storm Shadow stýriflaugar hafi verið skotnar niður yfir Bryansk-héraði. Hversu miklum skaða árásirnar ollu er óljóst, að svo stöddu. Overnight, more than 100 drones attacked Russia, with explosions reported in 12 regions. Fires broke out at the Orgsintez plant in Kazan and an oil depot in Engels, while explosions were heard in Tambov, Voronezh, Tula, Orel, and Rostov regions. Airports in four cities were… pic.twitter.com/by36E0B5lg— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 14, 2025 Ríkisstjóri Saratov-héraðs í Rússlandi sagði frá því í morgun að árásir hefðu verið gerðar á borgirnar Saratov og Engels, sem liggja vil Volgu. Fjölmargir drónar hafi verið notaðir og að árásirnar hafi valdið skaða á tveimur verksmiðjum. Skólum í borginni var lokað í morgun vegna elda sem loga þar, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg árás Úkraínumanna á Engels í síðustu viku kveikti eld í olíugeymslustöð sem tók fimm daga að slökkva. Varnarmálaráðuneyti Úkraínumanna segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á olíugeymslu í Engels, efnaverksmiðju í Seltso sem notuð er til að framleiða sprengiefni og annað og tvær olíuvinnslur. On January 14, Ukraine's Defense Forces carried out the largest attack on russian military facilities, targeting locations 200 to 1,100 km deep inside russia.@GeneralStaffUA reports on the aftermath of this operation. The targets were hit in the Bryansk, Saratov, and Tula… pic.twitter.com/N4Wdzmpn8R— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 14, 2025 Uppfært: Yfirlýsingu Úkraínumanna hefur verið bætt við fréttina.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31