Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 12:00 Ísland og Svíþjóð mættust í tveimur hörkuvináttulandsleikjum fyrir HM en mætast ekki á mótinu nema þau leiki um verðlaun. Jim Gottfridsson er lítt hrifinn af fyrirkomulagi mótsins. EPA-EFE/Johan Nilsson Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn