Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 11:44 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Póllandi þar sem hann hefur átt í viðræðum við Donald Tusk, forsætisráðherra. AP/Czarek Sokolowski Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31