Mál horfinna systra skekur Skotland Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2025 11:46 Þríburarnir: Systurnar Eliza og Henrietta og bróðir þeirra Jozsef. Leit að tveimur horfnum systrum, Eliza og Henrietta Huszti, í Aberdeen í Skotlandi hefur engan árangur borið, en ekkert hefur spurst til þeirra í rúma viku. BBC greinir frá því að mál þeirra sé ekki rannsakað sem sakamál og að engin sé grunaður í málinu. Eliza og Henrietta eru 32 ára gamlar og upprunalega frá Ungverjalandi, en þær fluttu til Skotlands fyrir nokkrum árum. Þær eru þríburasystur, en þær eiga líka bróður sem er þriðji þríburinn. Sky News greinir frá því að mál systranna sé í raun alveg jafn dularfullt og þegar það kom á borð lögreglu fyrir viku síðan. Síðast er vitað til ferða systranna um miðja nótt í miklum kulda þann 7. janúar, en þá sást til þeirra í myndefni úr öryggismyndavélum í miðbæ Aberdeen. Ekki er vitað hvers vegna þær voru á ferð. Þær sáust skammt frá ánni Dee, sem á ármynni í Aberdeen, en talið er að hún hafi verið ísilögð í kuldanum. Á meðal kenninga lögreglu um hvað gerðist er að þær hafi endað í ánni. Leit hefur, líkt og áður segir, þó engan árangur borið. Það var leigusali systranna sem gerði lögreglu fyrst viðvart um að þær væru týndar. Fram hefur komið að skömmu áður hafi þær tilkynnt honum að þær ætluðu að segja upp leigunni. Heimildarmaður Sky, vinur systranna, hefur sagt að þær hafi ekki verið sérlega hvatvísar og ólíklegar til að taka óvæntar ákvarðanir. Þær væru duglegar konur sem skiptu sér ekki mikið að öðrum. Þá neyti þær ekki áfengis né vímuefna. „Miðað við allt sem við höfum skoðað hingað til bendir til að þær hafi verið að lifa góðu lífi í Aberdeen - verið í vinnu, verið í sambandi við vini og fjölskyldu á fullkomnlega eðlilegan hátt,“segir Davie Howieson, hjá lögreglunni í Skotlandi, við BBC um systurnar. Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
BBC greinir frá því að mál þeirra sé ekki rannsakað sem sakamál og að engin sé grunaður í málinu. Eliza og Henrietta eru 32 ára gamlar og upprunalega frá Ungverjalandi, en þær fluttu til Skotlands fyrir nokkrum árum. Þær eru þríburasystur, en þær eiga líka bróður sem er þriðji þríburinn. Sky News greinir frá því að mál systranna sé í raun alveg jafn dularfullt og þegar það kom á borð lögreglu fyrir viku síðan. Síðast er vitað til ferða systranna um miðja nótt í miklum kulda þann 7. janúar, en þá sást til þeirra í myndefni úr öryggismyndavélum í miðbæ Aberdeen. Ekki er vitað hvers vegna þær voru á ferð. Þær sáust skammt frá ánni Dee, sem á ármynni í Aberdeen, en talið er að hún hafi verið ísilögð í kuldanum. Á meðal kenninga lögreglu um hvað gerðist er að þær hafi endað í ánni. Leit hefur, líkt og áður segir, þó engan árangur borið. Það var leigusali systranna sem gerði lögreglu fyrst viðvart um að þær væru týndar. Fram hefur komið að skömmu áður hafi þær tilkynnt honum að þær ætluðu að segja upp leigunni. Heimildarmaður Sky, vinur systranna, hefur sagt að þær hafi ekki verið sérlega hvatvísar og ólíklegar til að taka óvæntar ákvarðanir. Þær væru duglegar konur sem skiptu sér ekki mikið að öðrum. Þá neyti þær ekki áfengis né vímuefna. „Miðað við allt sem við höfum skoðað hingað til bendir til að þær hafi verið að lifa góðu lífi í Aberdeen - verið í vinnu, verið í sambandi við vini og fjölskyldu á fullkomnlega eðlilegan hátt,“segir Davie Howieson, hjá lögreglunni í Skotlandi, við BBC um systurnar.
Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira