Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 08:49 Efnin bárust í neysluvatn frá flugvelli eyjarinnar. Getty/Matt Cardy Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira